Agndofa yfir náttúrulegu hári Kardashian

Hárið | 4. janúar 2023

Agndofa yfir náttúrulegu hári Kardashian

Kardashian-Jenner systurnar eru þekktar fyrir að vera tilbúnar að gera allt fyrir útlitið. Fremst þar í flokki er raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem gekkst undir miklar breytingar á útliti sínu fyrir Met Gala-hátíðina í maí síðastliðnum.

Agndofa yfir náttúrulegu hári Kardashian

Hárið | 4. janúar 2023

Samsett mynd

Kardashian-Jenner systurnar eru þekktar fyrir að vera tilbúnar að gera allt fyrir útlitið. Fremst þar í flokki er raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem gekkst undir miklar breytingar á útliti sínu fyrir Met Gala-hátíðina í maí síðastliðnum.

Kardashian-Jenner systurnar eru þekktar fyrir að vera tilbúnar að gera allt fyrir útlitið. Fremst þar í flokki er raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem gekkst undir miklar breytingar á útliti sínu fyrir Met Gala-hátíðina í maí síðastliðnum.

Fyrir hátíðina losaði Kardashian sig við átta kíló á stuttum tíma með afar óheilbrigðum máta, en hún deildi þyngdartapinu með rúmlega 339 milljónum fylgjenda sinna á Instagram. Hún var í kjölfarið gagnrýnd harðlega þar sem það þótti afar skaðlegt, bæði fyrir hana sjálfa og aðra. 

Var í aflitun í 14 klukkustundir

Þyngdartapið virðist þó ekki vera það eina skaðlega sem Kardashian gerði í undirbúningi sínum fyrir hátíðina, en nýverið birti dóttir Kardashian, North West, myndskeið á TikTok sem sýnir náttúrulegt hár Kardashian án hárlenginga og hárgreiðslu. 

Myndskeiðið hefur vakið mikla athygli og skilið aðdáendur raunveruleikastjörnunnar eftir agndofa, en hárið á henni virðist hafa orðið fyrir miklum skemmdum þegar hún ákvað að aflita það í 14 klukkustundir fyrir hátíðina. 

@kimandnorth ♬ original sound - ✰ Christmas sounds ✰

„Hárið er hreinlega að brotna af“

Eftir Met Gala-hátíðina ákvað Kardashian að halda í ljósu lokkana í nokkra mánuði. Í haust fóru aðdáendur hennar þó að hafa áhyggjur af ljósa hárinu þar sem það virtist slitið, þurrt og óheilbrigt. 

Á samfélagsmiðlinum TikTok bentu notendur til dæmis á að slitnir endar á hári Kardashian hefðu verið teknir út af myndum hennar með myndvinnsluforriti, og að afleiðingar endurtekinnar litunar væru nú að koma í ljós þar sem hárið virtist bókstaflega vera að brotna af.

@bekah_and_co #greenscreen sorry @kimkardashian - I’m a fan of your brown hair too. I like the blonde, but I can only imagine the damage it is causing. #healthyhair #hair #hairtok #bekahandco #hairbreakdown #kimkardashian #hairstylist #hairdresser #chrisappleton ♬ Monkeys Spinning Monkeys - Kevin MacLeod & Kevin The Monkey

Aflitun geti skaðað hárið verulega

Raunveruleikastjarnan hefur hlotið þó nokkra gagnrýni í gegnum árin fyrir að mála upp óraunhæfa glansmynd af sjálfri sér. Hún hefur þó fengið lof fyrir að sýna náttúrulega hárið, en hárgreiðslufólk hefur meðal annars bent á að myndskeiðið sýni raunverulegar afleiðingar þess að aflita endurtekið á sér hárið. Þá skipti engu máli hve mikinn pening þú átt, eða hve góðar og vandaður vörur þú notar, það sé alltaf erfitt að koma í veg fyrir þann skaða sem aflitun hefur í för með sér. 

Það er því ljóst að Kardashian er ekki á sérsamningi við hárguðina, en hún hefur sagt skilið við ljósa hárið og aflitanir í bili og skartar nú sínu klassíska dökka hári. Hárgreiðslufólk segir að það muni þó taka hana dágóðan tíma að endurheimta heilbrigða lokka á ný. 

mbl.is