90's-hárgreiðsla Hönnu í fimm skrefum

Hárið | 22. júní 2023

90's-hárgreiðsla Hönnu í fimm skrefum

Virkir samfélagsmiðlanotendur hafa eflaust rekist á myndir af sænska áhrifavaldinum Hönnu Schönberg, en hún er dugleg að deila töfrandi tísku- og ferðatengdu efni á miðlum sínum. Schönberg er þekkt fyrir að vera með afar fallegt og þykkt ár og er lunkin við að gera fallegar greiðslur í hárið. 

90's-hárgreiðsla Hönnu í fimm skrefum

Hárið | 22. júní 2023

Hanna Schönberg er með afar fallegt og þykkt hár, en …
Hanna Schönberg er með afar fallegt og þykkt hár, en hún er sérlega hrifin af 90's-hárgreiðslum. Samsett mynd

Virkir samfélagsmiðlanotendur hafa eflaust rekist á myndir af sænska áhrifavaldinum Hönnu Schönberg, en hún er dugleg að deila töfrandi tísku- og ferðatengdu efni á miðlum sínum. Schönberg er þekkt fyrir að vera með afar fallegt og þykkt ár og er lunkin við að gera fallegar greiðslur í hárið. 

Virkir samfélagsmiðlanotendur hafa eflaust rekist á myndir af sænska áhrifavaldinum Hönnu Schönberg, en hún er dugleg að deila töfrandi tísku- og ferðatengdu efni á miðlum sínum. Schönberg er þekkt fyrir að vera með afar fallegt og þykkt ár og er lunkin við að gera fallegar greiðslur í hárið. 

Á dögunum deildi Schönberg kennslumyndbandi þar sem hún sýnir hina fullkomnu 90's-hárgreiðslu í aðeins fimm skrefum. Greiðslan er í senn tímalaus og glæsileg, en undanfarið hefur 90's tískan tröllriðið tískuheiminum.

Glæsileg 90's-greiðsla í fimm skrefum

  1. Schönberg byrjar á því að bera hitavörn í rakt hárið. Hún notar hitavörn sem ver hárið fyrir allt að 230 gráðu hita og gefur hárinu einnig lyftingu. 
  2. Því næst spreyjar hún lyftingarspreyi í rót hársins fyrir enn meiri lyftingu – en góð lyfting spilar lykilhlutverk í 90's greiðslum.
  3. Að því loknu þurrkar hún hárið með hárblásara.
  4. Þegar hárið er orðið þurrt krullar hún það og setur hverja krullu í rúllu. Þegar allt hárið hefur verið sett í rúllur lætur hún þær standa í að minnsta kosti 30 mínútur. 
  5. Að lokum tekur hún krullurnar varlega úr rúllunum og spreyjar léttu hárspreyi yfir til að halda krullunum á sínum stað. 
@hannaschonberg

How I achieve the 90’s voluminous blowout🫶

♬ original sound - spedupsongsnlyrics
mbl.is