„Það vilja allir karlmenn vera Tarsan og allar konur þrá að vera Jane“

Gummi kíró | 12. desember 2023

„Það vilja allir karlmenn vera Tarsan og allar konur þrá að vera Jane“

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, heldur úti hlaðvarpinu Tölum um. Hjónin Baldur Freyr Einarsson og Barbara H. Þórðardóttir eru gestir hans í þættinum þar sem þau tala opinskátt um samskipti kynjanna og hvaða hindranir eru oft í samböndum fólks. Hjónin reka Von ráðgjöf en Baldur snéri við blaðinu, lærði bakkalár í kristilegri þjónustu og tók BA í viðskiptafræði, eftir að hafa orðið manni að bana en hann sagði sögu sína í bókinni Í heljargreipum sem kom út 2021.

„Það vilja allir karlmenn vera Tarsan og allar konur þrá að vera Jane“

Gummi kíró | 12. desember 2023

Gummi kíró talaði við Baldur og Barböru í hlaðvarpsþætti sínum, …
Gummi kíró talaði við Baldur og Barböru í hlaðvarpsþætti sínum, Tölum um. Samsett mynd

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, heldur úti hlaðvarpinu Tölum um. Hjónin Baldur Freyr Einarsson og Barbara H. Þórðardóttir eru gestir hans í þættinum þar sem þau tala opinskátt um samskipti kynjanna og hvaða hindranir eru oft í samböndum fólks. Hjónin reka Von ráðgjöf en Baldur snéri við blaðinu, lærði bakkalár í kristilegri þjónustu og tók BA í viðskiptafræði, eftir að hafa orðið manni að bana en hann sagði sögu sína í bókinni Í heljargreipum sem kom út 2021.

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, heldur úti hlaðvarpinu Tölum um. Hjónin Baldur Freyr Einarsson og Barbara H. Þórðardóttir eru gestir hans í þættinum þar sem þau tala opinskátt um samskipti kynjanna og hvaða hindranir eru oft í samböndum fólks. Hjónin reka Von ráðgjöf en Baldur snéri við blaðinu, lærði bakkalár í kristilegri þjónustu og tók BA í viðskiptafræði, eftir að hafa orðið manni að bana en hann sagði sögu sína í bókinni Í heljargreipum sem kom út 2021.

„Mér finnst gott þegar það kemur einhver trigger. Ég fór að breytast ofboðslega mikið þegar ég fór að spyrja mig hvers vegna eitthvað truflaði mig. Við þurfum að vinna með gikkina,“ segir Baldur og nefnir að það skipti máli að fólk þekki hvort annað vel. Hann nefnir dæmi um fólk þar sem annar aðilinn leggur mikið upp úr því að fá gjafir frá makanum og hinn er ekkert að spá í því. Svo vaknar þessi sem tengir ekki við gjafir upp við vondan draum því það er kannski Konudagur. Viðkomandi fer í matvörubúð og kaupir fjöldaframleidda köku og blóm. Baldur segir að í þessu tilfelli hefði verið betra að gefa ekkert og gleyma deginum heldur en að kaupa eitthvað drasl til þess að haka í box.

„Triggerar og gikkir, við þurfum að vinna með þá en við þurfum líka að hafa öryggi til þess. Ég get til dæmis verið mjög blátt áfram. En ef ég er það þá eru mjög litlar líkur á að Barbara opni sig við mig,“ segir Baldur og bendir á að fólk í parasambandi eigi oft misjafna daga. Annar aðilinn er með 20% orku á meðan hinn er með 80% orku og þetta skapi togstreitu á milli fólks. 

„Við eigum alltaf alls konar daga og það er mjög eðlilegt að annað okkar sé 20% á meðan hitt er 80% og svo öfugt. Við þurfum að geta rætt allt inni í framtíðinni því annars kemur engin lækning,“ segir hann. 

„Það getur verið erfitt að vera karlmaður. Við eigum að vera svo sterkir  og eigum að hætta þessu væli. Svo förum við í parasamband og þá eigum við að vera mjúkir. Svo þegar það verður erfitt þá þurfum við að vera sterkir. Þetta er pínulítil „dilemma“. Það vilja allir karlmenn vera Tarsan og allar konur þrá að vera Jane,“ segir Baldur og játar að þegar hann segi þetta við fólk sem kemur í ráðgjöf til hans þá fari fólk á rönguna. 

„Það þrá allir karlmenn að gefa konunni sinni öryggi. Ég hef ekki hitt karlmann í viðtali sem ekki vill það,“ segir Baldur. 



mbl.is