Fær Kim Kardashian að mæta á Met Gala?

Kardashian | 28. apríl 2023

Fær Kim Kardashian að mæta á Met Gala?

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun mæta á Met Gala-hátíðina í New York-borg hinn 1. maí næstkomandi þrátt fyrir sögusagnir um að Kardashian-Jenner systurnar myndu ekki fá boð á viðburðinn í ár. 

Fær Kim Kardashian að mæta á Met Gala?

Kardashian | 28. apríl 2023

Kim Kardashian á Met Gala-hátíðinni á síðasta ári.
Kim Kardashian á Met Gala-hátíðinni á síðasta ári. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun mæta á Met Gala-hátíðina í New York-borg hinn 1. maí næstkomandi þrátt fyrir sögusagnir um að Kardashian-Jenner systurnar myndu ekki fá boð á viðburðinn í ár. 

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun mæta á Met Gala-hátíðina í New York-borg hinn 1. maí næstkomandi þrátt fyrir sögusagnir um að Kardashian-Jenner systurnar myndu ekki fá boð á viðburðinn í ár. 

Þemað í ár verður Karl Lagerfeld: A Line of Beauty til heiðurs hönnuðarins Karl Lagerfeld sem lést úr krabbameini árið 2019. Nú hafa útvaldar stjörnur og frumkvöðlar frá hinum ýmsu sviðum fengið boð á viðburðinn sem oft er kallaður tískuviðburður ársins, en hátíðin er haldin árlega á vegum tískutímaritsins Vogue.

Systurnar allar saman í fyrsta sinn í fyrra

Í mars síðastliðnum var greint frá því á vef Page Six að Anna Wintour, ritstjóri Vogue, hafi ætlað að fækka nöfnum á gestalistanum í ár og að engin af Kardashian-Jenner systrunum myndi vera á listanum. 

Þetta kom aðdáendum systranna verulega á óvart, en á síðasta ári fengu allar systurnar, þær Kourtney, Kim og Khloé Kardashian, og Kendall og Kylie Jenner, boð á viðburðinn. Var það í fyrsta sinn sem þær voru allar samankomnar á hátíðinni.

Gerði sig til með ketti Karls Lagerfelds

Þó gestalistinn hafi ekki verið opinberaður bárust sögusagnir fyrr í mánuðinum um að Kim myndi mæta á viðburðinn. Þá þótti ólíklegt að hún yrði eina systirin sem fengi boð á viðburðinn í ár, en fram kom á vef Page Six að talið væri líklegt að Kendall myndi líka fá boð.

Nú hefur Kim staðfest þessar sögusagnir, en hún birti mynd af sér með ketti Lagerfelds, Choupette, á Instagram og sagðist vera að undirbúa sig fyrir rauða dregilinn í París.

„Ég átti stefnumót með Choupette í París. Við eyddum svo tíma á skrifstofu Karls Lagerfeld til að fá smá innblástur fyrir Met,“ skrifaði raunveruleikastjarnan við myndaröðina.

mbl.is