5 myndir sem þú verður að sjá um jólin

Föndur og afþreying | 21. desember 2023

5 myndir sem þú verður að sjá um jólin

Í öllu jólastressinu er mikilvægt að geta kúplað sig út og slakað aðeins á. Það er tilvalið að gera það yfir góðri jólamynd.

5 myndir sem þú verður að sjá um jólin

Föndur og afþreying | 21. desember 2023

Á listanum eru fimm klassískar jólamyndir sem klikka aldrei!
Á listanum eru fimm klassískar jólamyndir sem klikka aldrei! Samsett mynd

Í öllu jólastressinu er mikilvægt að geta kúplað sig út og slakað aðeins á. Það er tilvalið að gera það yfir góðri jólamynd.

Í öllu jólastressinu er mikilvægt að geta kúplað sig út og slakað aðeins á. Það er tilvalið að gera það yfir góðri jólamynd.

Fjölskylduvefur mbl.is tók saman lista yfir fimm klassískar jólamyndir sem þú hreinlega verður að sjá um jólin. Á listanum eru fjölskyldumyndir og rómantískar myndir sem fjöldi fólks um allan heim treystir á til að koma sér í alvöru jólaskap.

Home Alone

Kvikmyndin Home Alone frá árinu 1990 er að mati margra ein besta fjölskyldujólamyndin. Hún fjallar um ungan dreng sem heitir Kevin sem verður óvart einn eftir heima þegar fjölskyldan er á leið í frí til Parísar yfir jólin. Myndin hentar öllum aldurshópum og er sannkölluð klassík.

Kvikmyndin Home Alone frá árinu 1990.
Kvikmyndin Home Alone frá árinu 1990. Ljósmynd/Imdb.com

Elf

Álfurinn Buddy sem leikinn er af Will Ferrell er ómissandi partur af jólum margra. Kvikmyndin Elf er frá árinu 2003 og ætti að kæta alla aldurshópa. Hún fjallar um Buddy sem er mennskur en ólst upp á Norðurpólnum með álfum og kynni hans af raunverulegum föður sínum í New York-borg. 

Kvimyndin Elf frá árinu 2003.
Kvimyndin Elf frá árinu 2003. Ljósmynd/Imdb.com

The Holiday

Kvikmyndin The Holiday frá árinu 2006 er hin fullkomna rómantíska jólamynd sem hefur skapað sér sess í hjörtum margra. Kvikmyndin gerist annars vegar í sólríku Los Angeles og hins vegar í snævi þaktri sveit í Englandi. Hún fjallar um tvær konur í ástarsorg sem ákveða að skiptast á húsum yfir jólahátíðina.

Kvikmyndin The Holiday frá árinu 2006.
Kvikmyndin The Holiday frá árinu 2006. Ljósmynd/Imdb.com

How the Grinch Stole Christmas

Kvikmyndin How the Grinch Stole Christmas er önnur klassísk jólamynd fyrir alla fjölskylduna frá árinu 2000. Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuess og fjallar annars vegar um töfraþorpið Whoville þar sem allir elska jólin og hins vegar um Trölla sem hatar jólin og ákveður að stela jólunum frá þorpinu.

Kvikmyndin How the Grinch Stole Christmas frá árinu 2000.
Kvikmyndin How the Grinch Stole Christmas frá árinu 2000. Ljósmynd/Imdb.com

Love Actually

Kvikmyndin Love Actually frá árinu 2003 er rómantísk gamanmynd sem kemur manni strax í jólaskap. Í myndinni er fylgst með nokkkrum ólíkum persónum sem eiga það allar sameiginlegt að vera í leit að ástinni. Klassísk jólamynd sem klikkar ekki!

Kvikmyndin Love Actually frá árinu 2003.
Kvikmyndin Love Actually frá árinu 2003. Ljósmynd/Imdb.com
mbl.is