Hafði í nógu að snúast við að senda afmæliskveðjur

Frægar fjölskyldur | 17. febrúar 2024

Hafði í nógu að snúast við að senda afmæliskveðjur

Spaugarinn Jón Gnarr hafði í nógu að snúast í vikunni. Leikarinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjóri fagnaði afmælisdögum dætra sinna, Margrétar Eddu og Kamillu, með nokkrum afmælisorðum á Instagram. Systurnar eiga afmæli 14. og 16. febrúar. 

Hafði í nógu að snúast við að senda afmæliskveðjur

Frægar fjölskyldur | 17. febrúar 2024

Jón Gnarr er fimm barna faðir, á þrjá syni og …
Jón Gnarr er fimm barna faðir, á þrjá syni og tvær dætur. Samsett mynd

Spaugarinn Jón Gnarr hafði í nógu að snúast í vikunni. Leikarinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjóri fagnaði afmælisdögum dætra sinna, Margrétar Eddu og Kamillu, með nokkrum afmælisorðum á Instagram. Systurnar eiga afmæli 14. og 16. febrúar. 

Spaugarinn Jón Gnarr hafði í nógu að snúast í vikunni. Leikarinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjóri fagnaði afmælisdögum dætra sinna, Margrétar Eddu og Kamillu, með nokkrum afmælisorðum á Instagram. Systurnar eiga afmæli 14. og 16. febrúar. 

Kamilla fagnaði 32 ára afmæli sínu á miðvikudag en Margrét Edda varð 35 ára gömul í gær, föstudag. Jón birti fallegar kveðjur á Instagram og lét skemmtilegar fjölskyldumyndir fylgja með. 

„Til hamingju með fæðingardaginn þinn elsku Kamillan mín,“ skrifaði hann við mynd af þeim feðginum. Tveimur dögum síðar birti hann afmæliskveðju til Margrétar Eddu og birti mynd af henni ásamt ungum börnum hennar. „Til hamingju með fæðingardaginn þinn elsku Magga mín.“  

Gifti sig í svörtu

Gnarrararnir hafa haft mörgu að fagna upp á síðkastið. Jón fagnaði fjölgun afkomenda í nýlegri færslu á Instagram, íhugar forsetaframboð af mikilli alvöru og var faðir brúðarinnar ekki alls fyrir löngu. 

Margrét Edda er nýgift, en hún gekk í hjónaband síðla síðasta árs við fallega athöfn á Nesjavöllum. Hún gifist Ingimar Elíassyni og eiga þau tvö börn.

Margrét hefur birt nokkrar færslur frá brúðkaupsdeginum á Instagram og klæddist hún svörtum brúðarkjól, hannaður af Unu Guðjóns. 

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

mbl.is