Jólin koma bara þegar við erum tilbúin

Jóla jóla ... | 17. desember 2023

Jólin koma bara þegar við erum tilbúin

Diljá Ólafsdóttur, meðeiganda Fou22, finnst ómissandi að vera með fjölskyldunni um jólin. Jólin þurfi ekki að vera fullkomin til þess að vera góð. Í fyrra keypti fjölskyldan síðasta jólatréð sem til var á aðfangadagsmorgun en jólin voru þeim mun eftirminnilegri.

Jólin koma bara þegar við erum tilbúin

Jóla jóla ... | 17. desember 2023

Diljá Ólafsdóttir er komin í jólaskap. Hér er hún með …
Diljá Ólafsdóttir er komin í jólaskap. Hér er hún með börnunum sínum Heiðari Óla og Karítas Leu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Diljá Ólafsdóttur, meðeiganda Fou22, finnst ómissandi að vera með fjölskyldunni um jólin. Jólin þurfi ekki að vera fullkomin til þess að vera góð. Í fyrra keypti fjölskyldan síðasta jólatréð sem til var á aðfangadagsmorgun en jólin voru þeim mun eftirminnilegri.

Diljá Ólafsdóttur, meðeiganda Fou22, finnst ómissandi að vera með fjölskyldunni um jólin. Jólin þurfi ekki að vera fullkomin til þess að vera góð. Í fyrra keypti fjölskyldan síðasta jólatréð sem til var á aðfangadagsmorgun en jólin voru þeim mun eftirminnilegri.

„Fjölskyldur okkar eru með ólíkar hefðir og áherslur og við reynum að blanda því saman og finna okkar eigin leið. Við erum að prófa okkur áfram en aðalatriðið er að jólin séu notaleg fyrir alla. Síðan er sérstaklega gaman að gefa börnunum nægan tíma í dagskránni og gera skemmtilega hluti með þeim. Þannig leyfum við bara jólunum að þróast ár frá ári,“ segir Diljá sem á tvö börn með manni sínum Karli Brynjari Björnssyni.

Ertu mjög skipulögð í kringum jólin?

„Ég held að ég sé meira í flæðinu. Ég er oftast með 17 bolta á lofti og smá úti um allt. Ég finn samt aldrei fyrir jólastressi og reyni bara að gera það sem ég get og gera það vel. Áherslan er bara að hafa það næs með fjölskyldunni og vinum. Ég er oftast sjálf að koma úr jólabaði fimm mínútur í sex og það er bara allt í lagi. Við borðum ekki á slaginu sex og það er alls ekki allt tilbúið þannig að það myndast oft skemmtileg stemning og fjör og það finnst okkur eiginlega bara fullkomið.“

Hvernig finnst þér fallegt að skreyta heimilið um jólin?

„Mér finnst fallegt að blanda saman gömlu úr æskunni, heimagerðu frá börnunum og einhverju nýju sem við bætum við. Mér finnst falleg birta mikilvæg og er með mikið af kertum og seríum. Svo finnst mér yndislegt að hafa góða jólalykt. Mér finnst mikilvægt að skreyta borðstofuborðið fallega og leyfi því dálítið að þróast með dögunum fyrir jól, allt eftir því sem mér dettur í hug hverju sinni.“

Aðventukransinn er einfaldur. Með fallegum hvítum kertum og greinum.
Aðventukransinn er einfaldur. Með fallegum hvítum kertum og greinum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Pælir þú mikið í jólatískunni?

„Já, ég elska að spá og spekúlera í árstíðabundinni tísku og þar er trónir jólatískan á toppnum. Í ár er mikið um pallíettur, glimmer og flauel. Mikið er um buxna- og pilsdragtir, ýmiskonar sett og kjóla. Síðan eru það fylgihlutirnir sem setja punktinn yfir i-ið og hjá okkur í Fou22 eru það alls konar spangir, slaufur, blóm og hárskraut.“

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera?

„Já, ég held að ég ætli að klæðast svartri flauelsdragt frá Fou22, sem er bæði þægileg og flott!“

Diljá lagði hördúk á borðið og servíettur í stíl. Gylltir …
Diljá lagði hördúk á borðið og servíettur í stíl. Gylltir servíettuhringir gera borðið hátíðlegra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Amma sendi tertu til Bandaríkjanna

Diljá ólst upp í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hennar voru í námi.

„Við fjölskyldan vorum oft bara kjarninn yfir jólin. Stundum bættust við vinir mömmu og pabba sem voru kannski einir yfir hátíðirnar og móðursystir mín var líka stundum með okkur. Andrúmsloftið hjá mömmu og pabba var alltaf þannig að allir voru velkomnir. Það var alltaf rólegt hjá okkur á jólunum í Ameríku, mikið lagt upp úr því að gera heimilið fallegt og hlýlegt en aldrei neitt stress eða eins og þau segja alltaf „jólin koma bara þegar við erum tilbúin“. Ég held að það sé gott veganesti að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir; samveru, notalegheitum, jólagöngutúrum, skoða fallega skreytt hús og svo framvegis,“ segir Diljá.

Eruð þið með einhverjar matarhefðir á jólunum?

„Ein fjölskylduhefð er mjög sérstök en hún kemur frá föðurömmu minni. Hún bakaði alltaf bleika köku sem heitir Paradísarterta og við fjölskyldan borðum hana á jóladagsmorgun. Fyrstu jólin okkar í Ameríku sendi amma meira að segja kökuna í pósti til Ameríku ásamt brúnni lagtertu. Það tók víst einhverjar tvær til þrjár vikur fyrir þennan mikilvæga póst að berast á áfangastað og kökurnar voru ægilega góðar þótt þær hafi verið smá laskaðar! Paradísartertan er alltaf algert möst í jólahaldinu. Ég hef aldrei heyrt af þessari hefð í öðrum fjölskyldum þannig að hún er voða mikið okkar. Ég er sjálf ekki föst í neinum ákveðnum matarhefðum fyrir utan Paradísartertuna frægu en maðurinn minn vill hafa hamborgarhrygg og rjúpu á aðfangadag. Í ár ætla ég að bæta við heimagerðri hnetusteik þar sem ég og mamma erum meiri grænkerar.“

Græni liturinn á kertastjökunum lífga upp á borðið.
Græni liturinn á kertastjökunum lífga upp á borðið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Keyptu síðasta tréð

Eru einhver jól eftirminnilegri en önnur?

„Ég held að það hafi verið jólin í fyrra af því að það voru fyrstu jólin hans Heiðars Óla og við allt í einu orðin fjögurra manna fjölskylda. Það voru líka fyrstu jólin sem Fou22 var með opið öll jólin og því var jólaundirbúningurinn heima fyrir á síðustu stundu. Við hlupum til að kaupa jólatré á aðfangadagsmorgun og eina tréð sem var eftir var alveg nakið að aftan og tók því ekki mikið pláss í stofunni. Þetta var mjög krúttlegt og hrikalega fyndið. Nakta hliðin fór alveg upp að vegg en hin hliðin var sérstaklega vel skreytt og þar fékk Kæja, fimm ára dóttir okkar, að njóta sín vel í að skreyta þetta vinalega og krúttlega jólatré. Á aðfangadag var litla sæta húsið okkar stútfullt með okkur og foreldrum okkar beggja og allir hjálpuðust að við að púsla jólunum saman. Alveg eins og það á að vera! Önnur eftirminnileg jól eru jólin sem við héldum með vinum okkar í Taílandi þegar stelpan okkar var eins árs. Þá voru engar gjafir og ekkert skraut og það snerist allt um að njóta.“

Hvernig verða jólin hjá fjölskyldunni í ár?

„Eftir að við áttum börnin okkar finnst okkur best að vera heima. Við verðum með foreldra mína með okkur í ár eins og staðan er núna og svo kannski bætast fleiri við, hver veit.“

Það er fallegt að nota diskamottur um jólin.
Það er fallegt að nota diskamottur um jólin. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is