„Læt mig hafa það að fara í sokkabuxur til þess að geta klæðst fallegum kjól um jólin“

Fatastíllinn | 24. desember 2023

„Læt mig hafa það að fara í sokkabuxur til þess að geta klæðst fallegum kjól um jólin“

Fanney Dóra Veigarsdóttir elskar jólin og upplifir töfra jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Hún kann vel að meta friðsælar stundir með unnusta sínum, Aroni Ólafssyni, og ungri dóttur parsins, Thaliu Guðrúnu. Fanney Dóra er mörgum kunnug enda þekkt á samfélagsmiðlum sem áhrifavaldur þegar kemur að tísku og förðun.

„Læt mig hafa það að fara í sokkabuxur til þess að geta klæðst fallegum kjól um jólin“

Fatastíllinn | 24. desember 2023

Fanney Dóra er ekki búin að velja jólafötin fyrir hátíðarnar …
Fanney Dóra er ekki búin að velja jólafötin fyrir hátíðarnar en reynir alltaf að velja föt sem hún getur notað aftur og aftur. Samsett mynd

Fanney Dóra Veigarsdóttir elskar jólin og upplifir töfra jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Hún kann vel að meta friðsælar stundir með unnusta sínum, Aroni Ólafssyni, og ungri dóttur parsins, Thaliu Guðrúnu. Fanney Dóra er mörgum kunnug enda þekkt á samfélagsmiðlum sem áhrifavaldur þegar kemur að tísku og förðun.

Fanney Dóra Veigarsdóttir elskar jólin og upplifir töfra jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Hún kann vel að meta friðsælar stundir með unnusta sínum, Aroni Ólafssyni, og ungri dóttur parsins, Thaliu Guðrúnu. Fanney Dóra er mörgum kunnug enda þekkt á samfélagsmiðlum sem áhrifavaldur þegar kemur að tísku og förðun.

Hvernig klæðir þú þig um hátíðarnar, ertu afslöppuð eða mjög sparileg?

„Ég reyni að vera mjög sparileg en samt í þægilegum fötum. Á mínu heimili var það alltaf spariklæðnaður um jólin og ég hef haldið í þá hefð. Við höfum einu sinni breytt út af vananum en þá eyddum við jólunum í náttfötunum upp í sumarbústað, það var mjög notalegt. Ég er samt ein af þeim sem finnst mjög skemmtilegt að klæða sig upp og mun líklegast halda í þá hefð fyrir fjölskylduna mína.“

Fanney Dóra ásamt fjölskyldunni sinni.
Fanney Dóra ásamt fjölskyldunni sinni. Ljósmynd/Aðsend

Eru þið fjölskyldan samstillt í klæðaburði yfir hátíðarnar?

„Já, við erum það eða svona að mestu leyti. Það byrja allir í sparifötunum en enda í kósífötunum svona þegar líða fer á kvöldið. Pabbi minn vill sjá alla í sparifötum og hann byrjaði litla krúttlega hefð, fyrstu jólin hennar Thaliu Guðrúnar. Þegar hún var lítil þá var ég ekkert að stressa mig á því að kaupa á hana jólakjól en pabba fannst það sko alveg ómögulegt og mætti með glænýjan jólakjól á hana á Þorláksmessu. Þetta hefur hann gert síðustu tvo jól, græjað jólakjólinn.“

Uppáhalds jólakjóllinn.
Uppáhalds jólakjóllinn. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsjólakjól?

„Fyrsti kjóllinn sem kom upp í hugann var þessi silfurlitaði „one shoulder“ kjóll sem ég klæddist þegar ég var unglingur. Hann var geggjaður og mér fannst ég mjög „elegant. Síðustu ár hef ég verið meira í svörtu þannig að þessi silfurlitaði stendur upp úr.“

Ertu mikil kjólakona?

„Nei, ekki beint. Það er vegna andúðar minnar á sokkabuxum. Ég elska kjóla á sumrin, þegar ég get verið berleggja, en þar sem ég hef ekki enn þá hitt sokkabuxur sem ég elska þá flækir það kjólamálin fyrir mér á veturna. Ég læt mig samt hafa það að fara í sokkabuxur til þess eins að geta klæðst fallegum kjól um jólin.“

Í jólakjólnum frá afa.
Í jólakjólnum frá afa. Ljósmynd/Aðsend

Pælirðu mikið í jólafötum?

„Ég gerði það mun meira þegar ég var yngri, en ef ég sé hinn fullkomna jólakjól þá auðvitað gríp ég hann. Ég vil samt ekki kaup kjól bara til þess eins að klæðast honum á aðfangadag, mér finnst það sóun á góðri flík.“

Hvað á að gera um hátíðarnar?

„Bara njóta með fjölskyldunni. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig aðfangadagur verður í ár en þar sem við erum með lítið barn þá reynum við að sníða daginn að hennar áhugasviði. Okkur langar kannski að breyta aðeins til og opna jólagjafirnar hér og þar yfir daginn, en á meðan ég er með fjölskylduna mína nálægt þá er ég sátt.“

Fanney Dóra elskar ekki sokkabuxur.
Fanney Dóra elskar ekki sokkabuxur. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér eftirlætis jólahefð?

„Já, að skera laufabrauð með fjölskyldunni. Við höfum alltaf hist og skorið laufabrauð og tekið hangikjötsmakk. Það er hefð sem allir elska og hún nær öllum saman í jólastressinu. Þegar ég var yngri þá vöktu mamma og pabbi okkur systkinin mjög snemma einn morguninn og fóru með okkur í óvænt ferðalag til Reykjavíkur að hitta stórfjölskylduna og það til að gera laufabrauð. Við bjuggum á Ísafirði þannig að þetta var ekki stutt ferðalag um miðjan vetur en þetta lifir í minningunni, það var svo gaman að mæta óvænt heim til ömmu og afa til að gera laufabrauð.“

Fanney Dóru hlakkar til að eiga róleg jól.
Fanney Dóru hlakkar til að eiga róleg jól. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig hafa jólin breyst eftir barn?

„Eftir að ég eignaðist barn þá áttaði ég mig á því að jólin gerast ekki bara, það er enginn jólaálfur sem gerir og græjar, það erum við foreldrarnir sem sköpum jólatöfrana. Mér finnst mjög skrítið að hugsa til þess.“

mbl.is