Það er fátt betra en að skella sér upp í bústað og láta streituna líða úr sér. Það skemmir ekki fyrir ef bústaðurinn er fallegur og algjört lykilatriði að þar sé notalegt og rólegt andrúmsloft.
Það er fátt betra en að skella sér upp í bústað og láta streituna líða úr sér. Það skemmir ekki fyrir ef bústaðurinn er fallegur og algjört lykilatriði að þar sé notalegt og rólegt andrúmsloft.
Það er fátt betra en að skella sér upp í bústað og láta streituna líða úr sér. Það skemmir ekki fyrir ef bústaðurinn er fallegur og algjört lykilatriði að þar sé notalegt og rólegt andrúmsloft.
Ferðavefur mbl.is tók saman fimm guðdómleg skandinavísk sumarhús sem gleðja augað.
Arkitektabústaður
Í Grebbestad í Svíþjóð er að finna guðdómlegt sumarhús hannað af Söru Lunneryd þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn og veita útsýni yfir náttúruna sem umlykur húsið. Falleg skandinavísk hönnun er áberandi í húsmunum sem fá að njóta sín.
Þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í húsinu sem rúmar allt að sex gesti hverju sinni. Nóttin kostar 155 bandaríkjadali eða sem nemur rúmlega 21 þúsund krónum á gengi dagsins í dag.
Sumarhús við ströndina
Í Odder í Danmörku er að finna sjarmerandi sumarhús við ströndina. Náttúrulegur efniviður og litapalletta er áberandi og flæðir í gegnum húsið. Húsið er einnig sjarmerandi að utan, en þar má finna fallegan pall þar sem hægt er að njóta sín á góðum sumardegi.
Alls eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að átta gesti. Nóttin kostar 324 bandaríkjadali, eða rúmlega 44 þúsund krónur.
Nútímaleg hönnun
Í Gustavsberg í Svíþjóð er að finna sjarmerandi hönnunarbústað á tveimur hæðum. Nútímaleg hönnun einkennir húsið sem veitir stórkostlegt útsýni út á haf.
Alls eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að sex gesti hverju sinni. Nóttin kostar 446 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 61 þúsund krónum.
Sumarhús með sundlaug
Á Sjálandi, stærstu eyju Danmerkur, er að finna notalegt sumarhús með sundlaug. Húsið hefur verið fallega innréttað þar sem ljósir tónar og náttúrulegur efniviður er áberandi í bland við einstaka húsmuni í iðnaðarstíl.
Húsið státar af fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, en þar rúmast allt að níu gestir hverju sinni. Nóttin kostar 802 bandaríkjadali, eða um 110 þúsund krónur.
Útsýnisbústaður
Í Lerum í Svíðþjóð er að finna fallegt sumarhús sem gleður sannarlega augað. Stórir gluggar veita gestum stórkostlegt útsýni yfir vatnið og skóga í kring, en auk þess hleypa þeir mikilli birtu inn. Hráir veggir og gólf gefa eigninni mikinn karakter og tóna fallega við húsmuni og innréttingar.
Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu sem rúmar alls átta gesti. Nóttin kostar 872 bandaríkjadali, eða rúmlega 119 þúsund krónur.