Litaglaðir fagurkerar í Kaupmannahöfn

Gisting | 27. janúar 2024

Litaglaðir fagurkerar í Kaupmannahöfn

Við litla hliðargötu á Strikinu í hjarta Kaupmannahafnar er að finna gleðilegt heimili í skemmtilegum stíl. Íbúðin er greinilega í eigu fagurkera sem hafa innréttað hana á afar sjarmerandi máta. 

Litaglaðir fagurkerar í Kaupmannahöfn

Gisting | 27. janúar 2024

Heimilið er afar sjarmerandi!
Heimilið er afar sjarmerandi! Samsett mynd

Við litla hliðargötu á Strikinu í hjarta Kaupmannahafnar er að finna gleðilegt heimili í skemmtilegum stíl. Íbúðin er greinilega í eigu fagurkera sem hafa innréttað hana á afar sjarmerandi máta. 

Við litla hliðargötu á Strikinu í hjarta Kaupmannahafnar er að finna gleðilegt heimili í skemmtilegum stíl. Íbúðin er greinilega í eigu fagurkera sem hafa innréttað hana á afar sjarmerandi máta. 

Fallegir húsmunir, skemmtileg form og fjölbreytt litaúrval einkenna íbúðina sem er í senn björt og opin, en hvert rými í húsinu hefur sinn sjarma. Óhefðbundnir munir fanga augað og mynda skemmtilega stemningu í íbúðinni á meðan bjartir litir gefa henni ferskan blæ. 

Nýtt og gamalt í bland

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi með góðri saunu, en hjarta heimilisins er þó án efa opið alrými með eldhúsi og borðstofu þar sem nýtt og gamalt er í bland. 

Stílhrein hvít innrétting og eyja prýða eldhúsið, en á eldhúsveggnum hefur svartri krítartöflu verið komið fyrir sem gefur rýminu skemmtilegan karakter. Þá grípur stór ljósakróna yfir eldhúseyjunni augað samstundis, en hún setur án efa svip sinn á rýmið. 

Íbúðin er til útleigu á bókunarvef Airbnb og rúmar allt að fimm gesti hverju sinni. Nóttin þar kostar 481 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 66 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is