Óvænt litagleði á heimili frá miðri 19. öld

Heimili | 14. desember 2023

Óvænt litagleði á heimili frá miðri 19. öld

Í Massachussets í Bandaríkjunum er að finna 4.500 fm heimili sem reist var árið 1850 og var áður prestssetur kaþólsku kirkjunnar. Sögulegur sjarmi mætir nútímalegri hönnun í húsinu sem hefur verið innréttað á einstakan máta. 

Óvænt litagleði á heimili frá miðri 19. öld

Heimili | 14. desember 2023

Eignin hefur verið innréttuð á glæsilegan máta.
Eignin hefur verið innréttuð á glæsilegan máta. Samsett mynd

Í Massachussets í Bandaríkjunum er að finna 4.500 fm heimili sem reist var árið 1850 og var áður prestssetur kaþólsku kirkjunnar. Sögulegur sjarmi mætir nútímalegri hönnun í húsinu sem hefur verið innréttað á einstakan máta. 

Í Massachussets í Bandaríkjunum er að finna 4.500 fm heimili sem reist var árið 1850 og var áður prestssetur kaþólsku kirkjunnar. Sögulegur sjarmi mætir nútímalegri hönnun í húsinu sem hefur verið innréttað á einstakan máta. 

Húsið er í eigu Michael Bolognino og Nick Spain sem hafa á undanförnum árum tekið húsið í gegn. Þá hafði báða lengi dreymt um að gera upp hús, en planið var þó alltaf að festa kaup á litlu sveitahúsi en ekki 500 fm húsi. Þeir ákváðu þó að fara og skoða það á gamlársdag árið 2016 og kolféllu samstundis fyrir því. 

Nýtt í bland við gamalt

Þótt húsið hafi verið endurnýjað héldu Bolognino og Spain í mikið af upprunalegum smáatriðum eins og viðarlofti, leirhellueldstæði og fallegar smíðar svo nokkuð sé nefnt. Í vali á húsmunum mætist nýtt og gamalt sem býr til skemmtilega stemningu, en óvænt litagleði setur svo punktinn yfir i-ið.

Tæplega fjögurra metra lofthæð og stórir gluggar gefa húsinu mikinn glæsibrag. Alls eru sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að tólf gesti hverju sinni. Hægt er að leigja húsið á bókunarvef Airbnb, en þar kostar nóttin 1.050 bandaríkjadali sem nemur rúmum 146 þúsundum króna á gengi dagsins.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is