Engilbert leigir út lúxusvilluna í Grímsnesinu

Heimili | 6. febrúar 2024

Engilbert leigir út lúxusvilluna í Grímsnesinu

Á bókunarvef Airbnb má finna fjölbreytta og spennandi eignir til útleigu um allt land. Þar á meðal er glæsilegt sumarhús Engilberts Hafsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow Air, og eiginkonu hans Júlíönu Jónsdóttur. 

Engilbert leigir út lúxusvilluna í Grímsnesinu

Heimili | 6. febrúar 2024

Engilbert Hafsteinsson, fyrrverandi sölustjóri Wow Air, leigir glæsivilluna út á …
Engilbert Hafsteinsson, fyrrverandi sölustjóri Wow Air, leigir glæsivilluna út á Airbnb. Samsett mynd

Á bókunarvef Airbnb má finna fjölbreytta og spennandi eignir til útleigu um allt land. Þar á meðal er glæsilegt sumarhús Engilberts Hafsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow Air, og eiginkonu hans Júlíönu Jónsdóttur. 

Á bókunarvef Airbnb má finna fjölbreytta og spennandi eignir til útleigu um allt land. Þar á meðal er glæsilegt sumarhús Engilberts Hafsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow Air, og eiginkonu hans Júlíönu Jónsdóttur. 

Sumarhúsið er í Grímsnes- og Grafningshreppi, en það er 115 fm að stærð og á einni hæð. Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að átta næturgesti hverju sinni.

Lúxus yfirbragð er yfir húsinu sem hefur verið innréttað á flottan máta. Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum sem hleypa inn góðri birtu og veita útsýni yfir náttúruna sem umlykur eignina. Fallegur arinn prýðir stofuna og skapar notalega stemningu í rýminu. 

Húsið er staðsett á afar sjarmerandi stað og er umvafið …
Húsið er staðsett á afar sjarmerandi stað og er umvafið mikilli náttúrufegurð. Ljósmynd/Airbnb.com
Húsið hefur verið innréttað á nútímalegan máta.
Húsið hefur verið innréttað á nútímalegan máta. Ljósmynd/Airbnb.com

Glæsilegur sólpallur með heitum potti, saunu og útsýni

Frá alrýminu er svo útgengt á stóran og glæsilegan sólpall sem setur án efa punktinn yfir i-ið. Þar er flottur heitur pottur og sauna með trylltu útsýni yfir sveitina og til fjalla. Á sólpallinum er einnig notaleg setuaðstaða.

Í júlí kostar nóttin frá 920 til 974 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 126 til tæplega 134 þúsund krónum á gengi dagsins. Nokkur verðmunur virðist þó vera á milli árstíða, en í febrúar kostar nóttin um 757 bandaríkjadali, eða 104 þúsund krónur. 

Hver væri ekki til í að sóla sig í þessum …
Hver væri ekki til í að sóla sig í þessum flotta potti? Ljósmynd/Airbnb.com
Á pallinum er glæsileg aðstaða.
Á pallinum er glæsileg aðstaða. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is