7 jólagjafir sem vandlátir munu elska

Sniðugar jólagjafir | 26. nóvember 2018

7 jólagjafir sem vandlátir munu elska

 

7 jólagjafir sem vandlátir munu elska

Sniðugar jólagjafir | 26. nóvember 2018


Hvað er hægt að gefa fólki sem á allt og vantar ekkert í jólagjöf? Góðar bækur eru til dæmis alltaf góð gjöf. Hver nýtur þess ekki að leggjast upp í rúm á aðfangadagskvöld og lesa fram á nótt og ekki er verra ef innihaldið er þannig að það hreyfi við fólki. Þeir sem eiga allt hafa yfirleitt gaman af einhverju fínirí og þá koma skrautmunir og lekkert sælgæti vel til greina. 

1. Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur

Bókin er átakanleg saga um leit Ásdísar Höllu að föður sínum. Í bókinni lýsir hún því á persónulegan hátt hvað hún gekk í gegnum, sem var langt frá því að vera auðvelt. Í leiðinni segir hún sögu forfeðra sinna sem upplifðu harða lífsbaráttu og tóku kannski ekki alltaf réttar ákvarðanir.

2. Ungfrú Ísland eftir Auðu Övu Ólafsdóttur

Bókin gerist í Reykjavík árið 1963 en hún fjallar um unga skáldkonu sem flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum. Sagan gerist á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Íslands. Verðlaunahöfundurinn Auður Ava fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör.

3. LUNDI Sigurjóns Pálssonar

Hvað er íslenskara en lundi? Þessi trélundi eftir Sigurjón Pálsson er nýlegur og því ekki til á mörgum heimilum. Hann er mikið stofustáss og passar vel inn á heimilið án þess að vera of plássfrekur og áberandi. Lundinn fæst í Epal.

4Lakrids By Johan Bülow

Flestum finnst lakkrís góður en það er þó varla neinn lakkrís sem toppar Salty Caramel Choc Coated Liqourice frá Lakrids By Johan Bülow. Hann fæst í Epal.

5Phoenix Christmas 2018 kristalskertastjaki frá Reflections

Ef starfsmennirnir eru glysgjarnir eru skrautmunirnir frá Reflections frábær gjöf. Um er að ræða muni úr kristal sem gera hvert heimili að höll. Stjakarnir fást í Snúrunni.

6. Áskrift að Storytel

Ef þú átt allt og vantar ekkert getur áskrift að Storytel verið eitthvað. Storytel er bókabúð með mikið úrval af hljóðbókum. Það að fara út í göngutúr eða þrífa heimilið getur orðið að mestu skemmtun ef þú færð tækifæri til að hlusta á eitthvað skemmtilegt á meðan. Hægt er að kaupa áskrift á www.storytel.is.

7. Sextíu kóló af sólskini eftir Hallgrím Helgason

Í bókinni segir frá umbrotatímum á Íslandi um aldamótin 1900. Nútíminn brestur á með látum í litlu sjávarþorpi. Bókin er vel heppnuð og spennandi. Sérfræðingar segja að Hallgrímur hafi aldrei verið betri.

mbl.is