15 algengar mýtur um líkamsrækt og mataræði

Heilsurækt | 17. nóvember 2023

15 algengar mýtur um líkamsrækt og mataræði

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, segir mikilvægt að útrýma algengum mýtum um líkamsrækt og mataræði í samfélaginu. Þær geti leitt til óheilbrigðs sambands við mat og hreyfingu og valdið skelfilegum afleiðingum fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu okkar. 

15 algengar mýtur um líkamsrækt og mataræði

Heilsurækt | 17. nóvember 2023

Vissir þú að þessar staðhæfingar væru mýtur?
Vissir þú að þessar staðhæfingar væru mýtur? Samsett mynd

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, segir mikilvægt að útrýma algengum mýtum um líkamsrækt og mataræði í samfélaginu. Þær geti leitt til óheilbrigðs sambands við mat og hreyfingu og valdið skelfilegum afleiðingum fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu okkar. 

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, segir mikilvægt að útrýma algengum mýtum um líkamsrækt og mataræði í samfélaginu. Þær geti leitt til óheilbrigðs sambands við mat og hreyfingu og valdið skelfilegum afleiðingum fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu okkar. 

Ragga birti pistil á Instagram-reikningi sínum á dögunum þar sem hún fór yfir 15 algengar mýtur um líkamsrækt og mataræði sem eru ekki sannar.

  1. Kolvetni eftir kvöldmat gera þig feita/n.
  2. Ekki borða ávexti vegna sykursins.
  3. Lágkolvetna mataræði er best fyrir fitutap.
  4. vöðvar þurfa rugling og handahófskenndar æfingar til að stækka.
  5. Sviti og ör andardráttur jafngildir fitutapi.
  6. Að lyfta lóðum gerir þig fyrirferðamikla.
  7. Harðsperrur eftir æfingu þýðir að hún var árangursrík.
  8. Létt þyngd gerir þig tónaða og „lean“.
  9. Líkamsræktarúr og vélar sýna kaloríurnar sem þú brennir.
  10. Að nota vigtina er eina leiðin til að mæla árangur.
  11. Þú þarft bætiefni til að ná markmiðum þínum.
  12. Þú þarft að endurstilla hormóna eða meltinguna með einhverju mataræði.
  13. Þú þarft að æfa í marga klukkutíma til að ná árangri.
  14. Þú þarft að æfa oft í viku.
  15. Að fasta er nauðsynlegt til að missa fitu.
mbl.is