Svona halda Sunneva og Jón Gnarr sér í formi

Heilsurækt | 16. janúar 2024

Svona halda Sunneva og Jón Gnarr sér í formi

Þau Sunneva Einarsdóttir og Jón Gnarr vita hve mikilvæg það er að hreyfa sig, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þau vita líka að það þarf ekki endilega að eyða klukkutímunum saman í ræktinni til þess að ná árangri og hafa nú bæði deilt sama einfalda ráðinu sem hefur hjálpað þeim að efla heilsuna. 

Svona halda Sunneva og Jón Gnarr sér í formi

Heilsurækt | 16. janúar 2024

Sunneva Einarsdóttir og Jón Gnarr eru með sama markmiðið.
Sunneva Einarsdóttir og Jón Gnarr eru með sama markmiðið. Samsett mynd

Þau Sunneva Einarsdóttir og Jón Gnarr vita hve mikilvæg það er að hreyfa sig, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þau vita líka að það þarf ekki endilega að eyða klukkutímunum saman í ræktinni til þess að ná árangri og hafa nú bæði deilt sama einfalda ráðinu sem hefur hjálpað þeim að efla heilsuna. 

Þau Sunneva Einarsdóttir og Jón Gnarr vita hve mikilvæg það er að hreyfa sig, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þau vita líka að það þarf ekki endilega að eyða klukkutímunum saman í ræktinni til þess að ná árangri og hafa nú bæði deilt sama einfalda ráðinu sem hefur hjálpað þeim að efla heilsuna. 

Sunneva og Jón eru bæði með það markmið að ná 10 þúsund skrefum á dag. Sunneva byrjaði að ganga meira í heimsfaraldrinum og síðan þá hefur skrefafjöldi hennar hækkað smátt og smátt. Jón hefur einnig verið að auka göngu jafnt og þétt síðustu árin.

„Ganga er mín uppáhalds hreyfing. Ég hef verið að auka göngu jafnt og þétt síðustu árin og miða við 10.000 skref á dag. Ég er nú kominn í u.þ.b. 10 km á dag 5 daga vikunnar. Ég tek 4-5 að morgni og rest fyrir og eða eftir kvöldmat. Ég er svo duglegur að grípa styttri göngur þegar tækifæri gefst, labba útí búð og flest annað sem er innan 15 mín göngu.

Göngurnar eru dásamlegt tækifæri til að hlusta á hljóðbækur og taka símtöl. Ég er núna að hlusta á Vilborg Davíðsdóttir lesa fyrir mig nýju bókina sína Land næturinnar. Heldur betur unaðslegt að vappa hér um grundir og hlíðar Eyjafjarðar og ferðast líka bæði í tíma og rúmi í dásamlegri endursköpun Vilborgar.

Ég er auðvitað oft á slóðum Helga magra, sem var auðvitað Svíi einsog öll vita enn ekki Norsari einsog Ungúlfur sem nam land í Rekavík. Ég mæli með þessum lífsstíl fyrir öll. Ekki er verra að hafa góðan hund fyrir göngufélaga. Hann sér líka um að draga mann út þegar manni finnst ekki hundi út sigandi,“ skrifaði Jón í færslu sem hann birti á Instagram í gær. 

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

„Smá vanmetið hér á Íslandi að fara í göngutúr“

Sunneva er einnig með það markmið að ná 10 þúsund skrefum á dag, en hún segir ómissandi part af kvöldrútínunni að fara út í göngutúr með hundinn sinn Bruce eftir kvöldmat.

„Ég er með mark­mið að ná 10 þúsund skref­um alla daga þannig ég geng yf­ir­leitt þar til ég hef náð því. Mér finnst smá van­metið hér á Íslandi að fara í göngu­túr, það er ekk­ert meira nota­legt en að vera með góða bók í eyr­un­um, ganga um og vera með sjálf­um sér,“ sagði Sunneva í samtali við mbl.is síðastliðið sumar. 

„Að ganga 10 þúsund skref er meira and­legt held­ur en lík­am­legt að mínu mati. Maður verður stolt­ur að sjálf­um sér og líður bet­ur lík­am­lega að vera dug­leg­ur að standa upp í staðinn fyr­ir að hanga við skrif­borðið all­an dag­inn. Þetta snýst ekki um að grenn­ast held­ur líka um blóðsyk­ur­inn og and­lega heilsu fyr­ir mig,“ bætti hún við. 

Sunneva í göngu með Bruce. Bæði Sunneva og Jón mæla …
Sunneva í göngu með Bruce. Bæði Sunneva og Jón mæla með því að hafa ferfætling með sér í göngurnar.
mbl.is