Hér er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar

Sumarið | 21. júlí 2023

Hér er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar

Nú er komið að helgi og því um að gera að skoða hvar besta veðrið er að finna. Sam­kvæmt tjald­vef Bliku verður besta veðrið á eftirtöldum tjaldsvæðum.

Hér er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar

Sumarið | 21. júlí 2023

Enn og aftur er besta útileguveðrið á Suðurlandinu.
Enn og aftur er besta útileguveðrið á Suðurlandinu. Samsett mynd

Nú er komið að helgi og því um að gera að skoða hvar besta veðrið er að finna. Sam­kvæmt tjald­vef Bliku verður besta veðrið á eftirtöldum tjaldsvæðum.

Nú er komið að helgi og því um að gera að skoða hvar besta veðrið er að finna. Sam­kvæmt tjald­vef Bliku verður besta veðrið á eftirtöldum tjaldsvæðum.

Tjaldsvæðið Árnesi

Við Árnes er von á góðu sum­ar­veðri yfir helg­ina. Bú­ist er við 16 gráða hita á föstu­dag og 17 gráðum á laug­ar­dag. Hins veg­ar er spáð allt að 19 gráðum á sunnu­dag. Bú­ist er við að hálfskýjað verði um helg­ina og eru eng­ir rign­ing­ar­drop­ar í kort­un­um.

Tjaldsvæðið, sem stendur við mynni Þjórsárdals, er stutt frá ýmsum náttúruperlum og sögufrægum stöðum og því um að gera að nýta helgina í að skoða sig um. Á svæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni, gjaldfrjálsri sturtu og þvottavél. Hundar eru leyfðir á svæðinu.

Veitinga- og kaffistofan í Árnesi.
Veitinga- og kaffistofan í Árnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Tjaldmiðstöðin Flúðum

Á Flúðum er von á góðu sum­ar­veðri yfir helg­ina. Spáð er 16 gráðum á föstudag, 17 gráðum á laugardag og 18 gráðum á sunnudag. Á föstudag er von á að alskýjað verði, en sólin brýst fram úr skýjunum að einhverju leyti á laugardag og sunnudag.

Tjaldsvæðið á Flúðum er rúm­gott og fjöl­skyldu­vænt svæði við bakka Litlu-Laxár. Á tjaldsvæðinu er aðgang­ur að heitu og köldu vatni, raf­magni og gjald­frjálsri sturtu. Einnig er hér þvotta­vél til af­nota, þráðlaust net og hund­ar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.

Flúðir.
Flúðir. mbl.is/Sigurður Bogi

Tjaldsvæðið Skjól

Búist er við nokkuð góðu sumarveðri á tjaldsvæðinu. Spáð er 16 gráðum á föstudag og 17 gráðum á laugardag og sunnudag. Á föstudag er von á að alskýjað verði, en sólin brýst fram úr skýjunum að einhverju leyti á laugardag og sunnudag.

Tjaldsvæðið, sem er á milli Gullfoss og Geysis, er stórt og skjólsælt. Á svæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, rafmagni og gjaldskyldri sturtu. Hundar eru leyfðir á svæðinu. Á Skjóli er veitingahús og bar og stutt er í ýmsa afþreyingu og þjónustu.

Skjól.
Skjól. Ljósmynd/Skjolcamping.com

Tjaldsvæðið Laugarvatni

Bú­ist er við góðu sumarveðri á Laugarvatni. Spáð er 16 gráðum á föstudag, 17 gráðum á laugardag og 18 á sunnudag. Von er á að hálfskýjað verði alla helgina.

Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni er skjól­sælt og rúm­gott. Gott leik­svæði er fyr­ir börn og einnig er þar fót­bolta­völl­ur. Aðgengi er að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsri sturtu og eru hund­ar leyfðir á svæðinu. Ald­urstak­mark er 20 ár og er mikið lagt upp úr því að gest­ir geti sofið rótt á næt­urn­ar.

Laugarvatn.
Laugarvatn. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is