5 uppáhaldsborgir listaunnandans í Evrópu

Borgarferðir | 28. ágúst 2023

5 uppáhaldsborgir listaunnandans í Evrópu

Lista- og menningararfur borgar spilar án efa stórt hlutverk í því hvernig ferðamenn líta á hana. Margir leita út fyrir landsteinana með það að markmiði að sækja sér innblástur og upplifa nýja hluti og kjósa því áfangastaði sem eru ríkir af list, arkitektúr og menningu.

5 uppáhaldsborgir listaunnandans í Evrópu

Borgarferðir | 28. ágúst 2023

Í Evrópu má finna fjölmargar listrænar borgir ríkar af menningu.
Í Evrópu má finna fjölmargar listrænar borgir ríkar af menningu. Samsett mynd

Lista- og menningararfur borgar spilar án efa stórt hlutverk í því hvernig ferðamenn líta á hana. Margir leita út fyrir landsteinana með það að markmiði að sækja sér innblástur og upplifa nýja hluti og kjósa því áfangastaði sem eru ríkir af list, arkitektúr og menningu.

Lista- og menningararfur borgar spilar án efa stórt hlutverk í því hvernig ferðamenn líta á hana. Margir leita út fyrir landsteinana með það að markmiði að sækja sér innblástur og upplifa nýja hluti og kjósa því áfangastaði sem eru ríkir af list, arkitektúr og menningu.

Ferðavefur Condé Nast Traveller tók nýverið saman lista yfir uppáhaldsborgir listaunnandans í Evrópu.

1. Lundúnir

Sumir segja Lundúni vera mekka sköpunar í Evrópu en þangað fer fjöldi alþjóðlegra nemenda á ári hverju til að stunda listnám við virta háskóla á borð við Central Saint Martins, Fine Arts College og Listaháskólann í Lundúnum. 

Þótt Lundúnir þyki ekki ódýr borg til að heimsækja þá er hins vegar ókeypis á mörg af frægustu söfn og gallerí borgarinnar, til dæmis National Portrait Gallery, National Gallery, Somerset House og Tate Modern.

Tate Modern-safnið í Lundúnum.
Tate Modern-safnið í Lundúnum. Ljósmynd/Unsplash/Toa Heftiba

2. Amsterdam

Það þarf ekki nema einn göngutúr um götur Amsterdam til að átta sig á hve listfengnir íbúar borgarinnar eru, en þaðan koma margir frægir samtímalistamenn sem hafa notið mikilla vinsælda. 

Þegar farið er til Amsterdam er ómissandi að heimsækja Rijksmuseum sem er eitt umfangmesta safn landsins af listaverkum og gripum. Þá er einnig nauðsynlegt að kíkja á Van Gogh-safnið sem státar af um 700 verkum eftir goðsögnina sjálfa.

Rijksmuseum í Amsterdam.
Rijksmuseum í Amsterdam. Ljósmynd/Unsplash/Florian Peeters

3. Róm

Róm er sannkallaður draumur fyrir lista- og menningarunnendur með heillandi sögu, einstakan arkitektúr og magnaða list. Þar eru skemmtileg söfn og gallerí í hverju horni og því ættu listaunnendur ekki að eiga í neinum vandræðum með að njóta sín í borginni.

Róm er sannkallað lista- og menningarmekka.
Róm er sannkallað lista- og menningarmekka. Ljósmynd/Unsplash/Marialaura Gionfriddo

4. Edinborg

Í hjarta Edinborgar er að finna söfn innan National Galleries of Scotland, þar á meðal Modern One, Modern Two, National of Portrait. Salirnir hýsa yfir 120 þúsund málverk og gripi, en þar á meðal eru verk eftir Vincent Van Gogh og John Singer Sargent.

Eitt af söfnunum í Edinborg.
Eitt af söfnunum í Edinborg. Ljósmynd/Unsplash/Irene Jiang

5. Osló

Osló ætti að falla vel í kramið hjá listaunnendum, ekki síst í lok sumars þegar hin árlega listahelgi er haldin þar. Þá fyllist borgin af list, viðburðum og sýningum.

Þá eru einnig ýmis söfn og sýningar í boði í Osló allt árið um kring sem vert er að skoða, þar á meðal er Þjóðlistasafnið í Noregi.

Það er margt að sjá í Osló, ekki síst þegar …
Það er margt að sjá í Osló, ekki síst þegar listahelgin er haldin þar. Ljósmynd/Unsplash/Esma
mbl.is