Kensingtonhöll ekki lengur traust heimild

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. mars 2024

Kensingtonhöll ekki lengur traust heimild

Ein stærsta fréttaveita heims telur Kensingtonhöllina ekki lengur trausta heimild í kjölfar þess að höllin gaf út umbreytta mynd af Katrín­u, prins­essu af Wales, sem vakið hefur mikla furðu.

Kensingtonhöll ekki lengur traust heimild

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. mars 2024

Myndin sem gefin var út í nafni Katrínar prinsessu hefur …
Myndin sem gefin var út í nafni Katrínar prinsessu hefur vakið furðu meðal margra, enda hefur ekki sést til prinsessunar í margar vikur. Ljósmynd/Kensingtonhöll

Ein stærsta fréttaveita heims telur Kensingtonhöllina ekki lengur trausta heimild í kjölfar þess að höllin gaf út umbreytta mynd af Katrín­u, prins­essu af Wales, sem vakið hefur mikla furðu.

Ein stærsta fréttaveita heims telur Kensingtonhöllina ekki lengur trausta heimild í kjölfar þess að höllin gaf út umbreytta mynd af Katrín­u, prins­essu af Wales, sem vakið hefur mikla furðu.

Í byrj­un vik­unn­ar neydd­ist Katrín til að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu og biðjast af­sök­un­ar á því að átt hefði verið við mynd af henni sem birt­ist um helg­ina en prinsessan hefur horfið úr sviðsljósinu eftir að hún fór í læknisaðgerð.

Í ljósi þess að einni mynd af Katrínu var breytt telja sum­ir að ekki sé hægt að treysta því sem kem­ur frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

„Alls ekki“ traust heimild

Phil Chetwynd, fréttastjóri Agence France-Presse (AFP), sagði í viðtali á rás 4 breska ríkisútvarpsins að stofnunin hefði endurskoðað samband sitt við prins og prinsessu af Wales og myndi til frambúðar grandskoða allar myndir frá konungsfjölskyldunum.

Deadline greinir frá því að slík yfirlýsing frá fréttastjóranum hefði áður verið talin óhugsandi, en Chetwynd sagði að myndin hefði vakið miklar áhyggjur hjá AFP. Hann viðurkenndi aftur á móti að stofnunin hefði aldrei átt að staðfesta myndina til notkunar, þar sem hún „braut gegn okkar verklagsreglum“.

Spurður hvort Kensingtonhöllin væri enn traust heimild, svaraði Chetwynd:

„Nei, alls ekki. Eins og með hvað sem er, þegar þú verður fyrir vonbrigðum með heimild þá er viðmiðið hækkað enn frekar... Við sendum út tilmæli á öll okkar teymi um þessar mundir um að vera alveg gjörsamlega vakandi yfir því efni sem kemur á okkar borð – jafnvel frá þeim sem við myndum kalla traustar heimildir.“

Fyrsta op­in­bera mynd­in frá aðgerðinni

Í tilkynningu baðst prinsessan afsökunar á „ruglingnum“ en höllin hefur ekki tjáð sig meira um myndina og hefur neitað að birta upprunalegu myndina.

Mynd­in var sú fyrsta sem kon­ungs­fjöl­skyld­an birt­ir af Katrínu síðan hún gekkst und­ir aðgerð á kviðar­holi fyr­ir tæp­um tveim­ur mánuðum. Birt­ist hún með mæðradagskveðju frá Katrínu þar sem hún þakk­ar fyr­ir kveðjur síðustu mánuði.

Vanga­velt­ur hafa verið um heilsu prins­ess­unn­ar þar sem hún hef­ur ekki sést á op­in­ber­um vett­vangi um nokk­urt skeið. Full­trú­ar bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar höfðu áður neitað að tjá sig eft­ir að frétta­veiturn­ar aft­ur­kölluðu mynd­ina.

mbl.is