Mættu ekki vegna veikinda Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. apríl 2024

Mættu ekki vegna veikinda Katrínar

Karl Bretakonungur heilsaði almenningi þegar hann mætti til páskamessu á sunnudag. Þetta var fyrsta stóri viðburðurinn sem Karl mætti til eftir að hann greindist með krabbamein. Tengdadóttir hans, Katrín prinsessa af Wales, mætti hins vegar ekki en hún glímir einnig við krabbamein. 

Mættu ekki vegna veikinda Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. apríl 2024

Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur Bretaprins voru heima um …
Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur Bretaprins voru heima um páskana. Camilla drottning og Karl Konungur mættu í messu. Samsett mynd

Karl Bretakonungur heilsaði almenningi þegar hann mætti til páskamessu á sunnudag. Þetta var fyrsta stóri viðburðurinn sem Karl mætti til eftir að hann greindist með krabbamein. Tengdadóttir hans, Katrín prinsessa af Wales, mætti hins vegar ekki en hún glímir einnig við krabbamein. 

Karl Bretakonungur heilsaði almenningi þegar hann mætti til páskamessu á sunnudag. Þetta var fyrsta stóri viðburðurinn sem Karl mætti til eftir að hann greindist með krabbamein. Tengdadóttir hans, Katrín prinsessa af Wales, mætti hins vegar ekki en hún glímir einnig við krabbamein. 

Messan fór fram í Windsor og sögðu sjónarvottar að Karl hafi litið vel út. Virtist hann einnig vera í góðu skapi að því fram kemur á vef BBC. Karl hefur haldið áfram að vinna þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð. Hann hefur hins vegar ekki mætt á opinbera viðburði eins og um páskana. 

Camilla drottning heilsaði almenningi.
Camilla drottning heilsaði almenningi. AFP/Hollie Adams
Karl konungur heilsaði fólki og virtist hafa það fínt þrátt …
Karl konungur heilsaði fólki og virtist hafa það fínt þrátt fyrir veikindi. AFP/Hollie Adams

Katrín var heima

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales mættu ekki til messu eins og þau eru vön að gera. Ástæðan er sú að Katrín er í krabbameinsmeðferð. Hjónin vörðu páskunum ásamt börnum sínum á sveitasetri sínu í Anmer Hall. 

Ekki hef­ur verið greint frá því hvers kyns krabba­mein Katrín sé með, en í til­kynn­ingu Kens­ingt­on hall­ar seg­ir að talið sé að hún nái full­um bata.

Katrín fór í aðgerð á kviðar­holi í janú­ar en þá var ekki ljóst að prinsessan væri með krabbamein. „Eft­ir aðgerðina kom þó í ljós að krabba­mein hafi verið til staðar,“ sagði Katrín þegar hún greindi frá krabbameininu. Þá hafi henni verið ráðlagt að hefja strax geislameðferð. 

Katrín prinsessa af Wales, Georg prins, Vilhjálmur prins og Karlotta …
Katrín prinsessa af Wales, Georg prins, Vilhjálmur prins og Karlotta prins á leiðinni í páskamessu árið 2022. AFP/Andrew Matthews

Systkini konungs saman um páskana

Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins, systkini Karls konungs mættu til messu í Windsor. Makar þeirra mættu einnig. Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, mætti einnig en hjónin fyrrverandi eru góðir félagar. 

Sarah Ferguson og Anna prinsessa mættu í messu í grænu.
Sarah Ferguson og Anna prinsessa mættu í messu í grænu. AFP/JUSTIN TALLIS
Sophie og Játvarður, hertogahjónin af Edinborg.
Sophie og Játvarður, hertogahjónin af Edinborg. AFP/Hollie Adams
Andres Bretaprins lét sig ekki vanta í messu.
Andres Bretaprins lét sig ekki vanta í messu. AFP
mbl.is