Óska eftir aðkomu lögreglu í máli Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. mars 2024

Óska eftir aðkomu lögreglu í máli Katrínar

The London Cl­inic, einn virt­asti einka­spítali Bret­lands, hefur óskað eftir aðkomu lögreglu að rannsókn vegna grun­semda um að starfsmaður spít­al­ans hafi reynt að lesa sjúkra­skrá Katrín­ar prins­essu af Wales án heim­ild­ar.

Óska eftir aðkomu lögreglu í máli Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. mars 2024

Grunur leikur á að starfsmaður London Clinic hafi reynt að …
Grunur leikur á að starfsmaður London Clinic hafi reynt að brjótast inn í sjúkraskrá Katrínar prinsessu af Wales. AFP

The London Cl­inic, einn virt­asti einka­spítali Bret­lands, hefur óskað eftir aðkomu lögreglu að rannsókn vegna grun­semda um að starfsmaður spít­al­ans hafi reynt að lesa sjúkra­skrá Katrín­ar prins­essu af Wales án heim­ild­ar.

The London Cl­inic, einn virt­asti einka­spítali Bret­lands, hefur óskað eftir aðkomu lögreglu að rannsókn vegna grun­semda um að starfsmaður spít­al­ans hafi reynt að lesa sjúkra­skrá Katrín­ar prins­essu af Wales án heim­ild­ar.

Greint var frá því í gær að spítalinn hefði opnað rannsókn innan veggja sinnar. 

Katrín, eiginkona Vilhjálms Bretaprins og ríkisarftaka, lá inni á The London Clinic í tvær vikur í janúar í kjölfar aðgerðar á kviðarholi. 

Reglurnar skýrar

Breska konungshöllin hefur greint frá því að veikindi Katrínar tengist ekki krabbameini, en að ósk Katrínar hafa nánari upplýsingar um heilsufar hennar ekki verið gefnar út. 

Í viðtali á útvarpsstöðinni LBC sagði Maria Caulfield, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglur um aðgengi að sjúkraskrám væru mjög skýrar. 

„Þú mátt ekki skoða sjúkraskrár nema þú hafir annast sjúklinginn, eða hann hafi gefið þér heimild til þess að skoða sjúkraskrána. Minn skilningur er sá að óskað hefur verið eftir aðkomu lögreglu,“ sagði Caulfield. 

AFP-fréttaveitan greinir frá og segir að í tilkynningu frá Lundúnalögreglunni að hún hefði ekki fengið neina beiðni inn á sitt borð að svo stöddu.

Forstjóri London Clinic sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann lofaði því að málið yrði rannsakað til hlítar. Spítalinn hefði viðeigandi ferla til að bregðast við. 

mbl.is