Katrín og Vilhjálmur djúpt snortin

Kóngafólk í fjölmiðlum | 24. mars 2024

Katrín og Vilhjálmur djúpt snortin

Katrín og Vilhjálmur, prinsessan og prinsinn af Wales, eru sögð djúpt snortin eftir hlý viðbrögð almennings eftir tilkynningu Katrínar um að hún hefði greinst með krabbamein.

Katrín og Vilhjálmur djúpt snortin

Kóngafólk í fjölmiðlum | 24. mars 2024

Prinsinn og prinsessan af Wales, Vilhjálmur og Katrín, eru djúpt …
Prinsinn og prinsessan af Wales, Vilhjálmur og Katrín, eru djúpt snortin af vænum viðbrögðum almennings. AFP/Henry Nicholls

Katrín og Vilhjálmur, prinsessan og prinsinn af Wales, eru sögð djúpt snortin eftir hlý viðbrögð almennings eftir tilkynningu Katrínar um að hún hefði greinst með krabbamein.

Katrín og Vilhjálmur, prinsessan og prinsinn af Wales, eru sögð djúpt snortin eftir hlý viðbrögð almennings eftir tilkynningu Katrínar um að hún hefði greinst með krabbamein.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll, en BBC greinir frá.

Katrín greindi frá því á föstudag að hún hefði greinst með krabbamein og væri í meðferð vegna þessa.

Segjast þakklát almenningi

Talsmaður hallarinnar segir að prinsinn og prinsessan séu bæði djúpt snortin eftir falleg viðbrögð almennings. Þau séu þakklát almenningi fyrir stuðninginn og fyrir að virða beiðnir þeirra um næði og frið. 

Mikið fjaðrafok skapaðist í kringum prinsessuna nýverið. Ýmsar samsæriskenningar skutu upp kollinum um meint hvarf prinsessunnar sem ekki hafði sést opinberlega, þar til nýlega, síðan um jólin.

mbl.is