Harry sendir hlýjar kveðjur

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP/Daniel Leal

Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu vegna heilsu Katrínar prinsessu. BBC greinir frá.

„Við óskum Katrínu og fjölskyldu góðrar heilsu og góðs bata,“ segir í tilkynningunni.

Vonast þau til þess að Katrín og fjölskylda geti einbeitt sér að batanum í friði.

Óska prinsessunni góðs bata

Margir þjóðhöfðingjar hafa óskað Katrínu góðs bata frá því hún tilkynnti í dag að hún gengist undir krabbameinsmeðferð.

Meðal þeirra eru Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Emm­anu­el Macron for­seti Frakk­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka