Harry tapaði málinu gegn breska ríkinu

Þetta er í annað sinn sem prinsinn tapar í máli …
Þetta er í annað sinn sem prinsinn tapar í máli er varðar lögregluvernd fjölskyldu hans. AFP

Hertoginn af Sussex, betur þekktur sem Harry Bretaprins, hefur tapað máli fyrir í máli gegn breskum stjórnvöldum vegna ákvörðun þeirra um að svipta hann rétti á lögregluvernd. 

Breska ríkisútvarpið greindi frá því að dómurinn hefði verið kveðinn upp í gær, en Bretaprinsinn fór fram á að ákvörðun ríkisins yrði snúið við.

Konungsfjölskyldan hefur rétt til ítarlegrar lögregluverndar en Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, voru svipt réttinum á slíkri lögregluvernd árið 2020 eftir að þau sögðu skilið við opinber störf sín fyrir bresku krúnuna og fluttu til Bandaríkjanna. 

Er lögregluvernd þeirra nú metin að hverju sinni og eftir aðstæðum líkt og er gert með annað frægt fólk sem heimsækir Bretland. 

Treystir sér ekki í heimsókn með fjölskylduna

Sögðu lögfræðingar Harry að þeir teldu sviptingu réttar hans á lögregluvernd óréttláta og ólöglega og bentu á að það væri Bretlandi og krúnunni til skammar ef fjölskyldan yrði fyrir árás vegna skorts á lögregluvernd.

Harry hefur sagt takmarkaða öryggisgæslu stefna honum og fjölskyldu hans í hættu og að ferðum hans til heimalandsins muni óneitanlega fækka ef hann treysti sér ekki í heimsóknir með börn sín og eiginkonu.

Dómarinn sagði að ákvarðanatakan hefði með engu verið ólögmæt né mætti kalla hana óréttmæta. Jafnvel þó að um ósanngirni í málsmeðferð hefði verið að ræða hefði það ekki breytt niðurstöðunni. 

Harry hefur þegar tapað svipuðu máli þar sem hann fór fram á að greiða sjálfur fyrir lögregluverndina sem hann fer fram á. Lögfræðingar hans segja að prinsinn hyggst áfrýja dóminum til Hæstaréttar Bretlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant