Vilhjálmur hrósaði listrænu auga eiginkonu sinnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. mars 2024

Vilhjálmur hrósaði listrænu auga eiginkonu sinnar

Vilhjálmur Bretaprins hrósaði listrænu augu eiginkonu sinnar, Katrínar prinsessu af Wales, og færni hennar í myndvinnslu á meðan hann skreytti smákökur með skólabörnum í félagsmiðstöð í Lundúnum í gærdag. Vilhjálmur virtist vera í góðu skapi þrátt fyrir umfjöllun síðustu daga.

Vilhjálmur hrósaði listrænu auga eiginkonu sinnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 15. mars 2024

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales. AFP

Vilhjálmur Bretaprins hrósaði listrænu augu eiginkonu sinnar, Katrínar prinsessu af Wales, og færni hennar í myndvinnslu á meðan hann skreytti smákökur með skólabörnum í félagsmiðstöð í Lundúnum í gærdag. Vilhjálmur virtist vera í góðu skapi þrátt fyrir umfjöllun síðustu daga.

Vilhjálmur Bretaprins hrósaði listrænu augu eiginkonu sinnar, Katrínar prinsessu af Wales, og færni hennar í myndvinnslu á meðan hann skreytti smákökur með skólabörnum í félagsmiðstöð í Lundúnum í gærdag. Vilhjálmur virtist vera í góðu skapi þrátt fyrir umfjöllun síðustu daga.

Vilhjálmur gerði ekki mikið úr hæfileikum sínum þegar hann ræddi við viðstadda. „Konan mín er með listræna augað,” sagði Vilhjálmur og bætti því við að börnin hans væru meira skapandi og listræn.

Undir smásjá fjölmiðla

Katrín og breska konungsfjölskyldan hefur verið undir smásjá fjölmiðla allt frá því að prinsessan gekkst undir kviðarholsaðgerð þann 16. janúar síðastliðinn. Ýmsar kenningar hafa sprottið upp í kjölfar þess en Katrín hefur ekki sést á opinberum vettvangi síðan fyrir aðgerðina.

Buckingham-höll ákvað að birta ljósmynd af prinsessunni sem átti að róa umræðuna um hvarf hennar úr sviðsljósinu, en umræðan jókst þegar í ljós kom að átt hafði verið við myndina. Reu­ters, AP, Getty og AFP aft­ur­kölluðu mynd­ina úr kerf­um sín­um á mánudag og vöruðu fjöl­miðla við notk­un mynd­ar­inn­ar.

Katrín sendi frá sér afsökunarbeiðni á X.

mbl.is