Foreldrar Katrínar eru kletturinn í lífi hennar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. mars 2024

Foreldrar Katrínar eru kletturinn í lífi hennar

Fjölskylda Katrínar prinsessu af Wales hefur staðið þétt við bakið á henni í gegnum erfið veikindi síðustu vikur og mánuði. Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi í byrjun árs og greindi frá krabbameinsgreiningu á föstudag í stuttu myndbandi sem var birt á sameiginlegri samfélagsmiðlasíðu hennar og Vilhjálms Bretaprins. 

Foreldrar Katrínar eru kletturinn í lífi hennar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 27. mars 2024

Katrín reiðir sig mikið á foreldra sína og yngri systkini.
Katrín reiðir sig mikið á foreldra sína og yngri systkini. Samsett mynd

Fjölskylda Katrínar prinsessu af Wales hefur staðið þétt við bakið á henni í gegnum erfið veikindi síðustu vikur og mánuði. Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi í byrjun árs og greindi frá krabbameinsgreiningu á föstudag í stuttu myndbandi sem var birt á sameiginlegri samfélagsmiðlasíðu hennar og Vilhjálms Bretaprins. 

Fjölskylda Katrínar prinsessu af Wales hefur staðið þétt við bakið á henni í gegnum erfið veikindi síðustu vikur og mánuði. Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi í byrjun árs og greindi frá krabbameinsgreiningu á föstudag í stuttu myndbandi sem var birt á sameiginlegri samfélagsmiðlasíðu hennar og Vilhjálms Bretaprins. 

Að sögn Katie Nicholl, sérfræðings í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, þá hafa foreldrar Katrínar, Michael og Carole Middleton, verið við hlið dóttur sinnar og veitt henni stuðning, ómælda umhyggju og hvatningu. Nicholl ræddi um veikindabaráttu Katrínar í viðtali við Entertainment Tonight á þriðjudag. 

„Foreldrar Katrínar og yngri systkini, Pippa og James, eru klettarnir í lífi hennar þessa stundina, þá sérstaklega foreldrar hennar,“ útskýrði Nicholl. „Þó svo þau sjáist sjaldan þá eru þau ávallt til staðar fyrir Katrínu.“

Deildi fallegri færslu

James, bróðir Katrínar, birti fallega og einlæga færslu á Instagram-síðu sinni á dögunum. 

„Í gegnum árin höfum við klifið nokkur fjöll. Við fjölskyldan munum einnig klífa þetta í sameiningu,“ skrifaði James við mynd af þeim systkinunum á ungdómsárum. 

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum prinsessuna og bresku konungsfjölskylduna síðustu vikurnar. Ýmsar samsæriskenningar skutu upp kollinum um meint hvarf Katrínar sem ekki hafði sést opinberlega síðan um jólin. 

View this post on Instagram

A post shared by James Middleton (@jmidy)

mbl.is