Sagður hafa reynt að opna sjúkraskrá Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. mars 2024

Sagður hafa reynt að opna sjúkraskrá Katrínar

The London Clinic, einn virtasti einkaspítali Bretlands, hefur hafið rannsókn innan veggja sinna vegna grunsemda um að starfsmaður spítalans hafi reynt að lesa sjúkraskrá Katrínar prinsessu án heimildar.

Sagður hafa reynt að opna sjúkraskrá Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. mars 2024

Katrín prinsessa er að jafna sig eftir veikindi. Mynd úr …
Katrín prinsessa er að jafna sig eftir veikindi. Mynd úr safni. AFP

The London Clinic, einn virtasti einkaspítali Bretlands, hefur hafið rannsókn innan veggja sinna vegna grunsemda um að starfsmaður spítalans hafi reynt að lesa sjúkraskrá Katrínar prinsessu án heimildar.

The London Clinic, einn virtasti einkaspítali Bretlands, hefur hafið rannsókn innan veggja sinna vegna grunsemda um að starfsmaður spítalans hafi reynt að lesa sjúkraskrá Katrínar prinsessu án heimildar.

Að minnsta kosti einn starfsmaður er sagður hafa verið gripinn við að reyna að opna sjúkraskrá prinsessunnar. 

Afar alvarlegt fyrir orðstír sjúkrahússins

Sjúkrahúsið er þekkt fyrir að annast konungsfjölskylduna, forsætisráðherra og hina ríku og frægu og er öryggisbrestur sem þessi sagður afar alvarlegur fyrir orðstír spítalans. 

Heimildarmaður breska miðilsins Mirror segir yfirmenn spítalans hafa haft samband við Kengsingtonhöllina um leið og til atviksins spurðist og fullvissað konungsfjölskylduna um að málið yrði rannsakað til hlítar.

Lögreglan í Lundúnum hefur ekki staðfest hvort málið sé á borði hjá henni en það er brot á breskum hegningarlögum að opna sjúkraskrár fólks án samþykkis gagnaeftirlitsaðila hvers og eins sjúkrahúss. 

Mikið spáð og spekúlerað um Kate

Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um heilsufar prinsessunnar og hvar hún haldi sig til um þessar mundir í kjölfar tilkynningar hallarinnar um að prinsessan hefði gengist undir aðgerð á kviðarholi í janúar.

Voru margir farnir að spyrja hvar prinsessan væri þegar ekki hafði sést til hennar á almannafæri síðan í desember, þegar prinsessan birti af sér mynd ásamt börnum sínum. Kom skömmu síðar í ljós að átt hafði verið við myndina í myndvinnsluforriti sem ýtti enn frekar undir sögusagnir um að ekki væri allt með felldu í höllinni.

Hafa ýmsar samsæriskenningar látið á sér bera og í kjölfarið hefur birst mynd þar sem sést aftan á höfuð Katrínar í bifreið með eiginmanni hennar Vilhjálmi Bretaprins.

Í dag birtust einnig óskýrar myndir og myndskeið af hjónunum á sveitamarkaði.

mbl.is