Harry vissi ekki af krabbameini Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. mars 2024

Harry vissi ekki af krabbameini Katrínar

Harry Bretaprins er sagður hafa komið af fjöllum þegar Katrín prinsessa af Wales greindi frá því á föstudaginn að hún væri með krabbamein. Harry býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni og hefur samband hans við Vilhjálm Bretaprins og Karl Bretakonung verið slæmt undanfarin ár. 

Harry vissi ekki af krabbameini Katrínar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. mars 2024

Katrín prinsessa, Vilhjálmur Bretaprins, Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja. Harry …
Katrín prinsessa, Vilhjálmur Bretaprins, Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja. Harry og Meghan búa í Bandaríkjunum og er talið að þau hafi ekki verið upplýst um veikindi Katrínar á undan almenningi. AFP/Kirsty O'Connor

Harry Bretaprins er sagður hafa komið af fjöllum þegar Katrín prinsessa af Wales greindi frá því á föstudaginn að hún væri með krabbamein. Harry býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni og hefur samband hans við Vilhjálm Bretaprins og Karl Bretakonung verið slæmt undanfarin ár. 

Harry Bretaprins er sagður hafa komið af fjöllum þegar Katrín prinsessa af Wales greindi frá því á föstudaginn að hún væri með krabbamein. Harry býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni og hefur samband hans við Vilhjálm Bretaprins og Karl Bretakonung verið slæmt undanfarin ár. 

Harry og eiginkona hans Meghan hertogaynja sendu Katrínu opinbera kveðju eftir að greint var frá veikindum hennar á föstudaginn. „Við tjáum okkur ekki um einkasamtöl,“ sagði talsmaður Kensington-hallar um hvernig Harry frétti af krabbameini Katrínar. 

Því er þó haldið fram á vef breska miðilsins The Times að Harry hafi ekki vitað af veikindum Katrínar fyrr en á föstudag. Nokkrir heimildarmenn miðilsins segja að ekkert samtal hafi átt sér stað og er talið líklegt að Harry hafi frétt af krabbameinsgreiningunni í gegnum sjónvarp. 

Katrín og Karl mjög náin

Karl konungur er einnig með krabbamein og flaug Harry strax til að hitta hann þegar það kom í ljós. Var mögulega talið að veikindin gætu bætt samband feðganna. Eru Katrín og Karl sögð einstaklega náin núna þegar þau eru bæði að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Í byrjun árs lágu þau inni á sama einkaspítala í Lundúnum. Það virðist þó ólíklegt að veikindi Katrínar sætti bræðurna Harry og Vilhjálm. 

Samband Vilhjálms og Harry er slæmt.
Samband Vilhjálms og Harry er slæmt. AFP/HANNAH MCKAY
mbl.is