Whoopi Goldberg kemur Katrínu til varnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. mars 2024

Whoopi Goldberg kemur Katrínu til varnar

Whoopi Goldberg, Óskarsverðlaunaleikkona og einn af þáttastjórnendum bandaríska spjallþáttarins The View, kom Katrínu, prinsessu af Wales, til varnar í mánudagsþætti The View. Goldberg skilur ekki lætin í kringum ljósmyndina og segir fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu.

Whoopi Goldberg kemur Katrínu til varnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. mars 2024

Goldberg segir fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu.
Goldberg segir fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu. Samsett mynd

Whoopi Goldberg, Óskarsverðlaunaleikkona og einn af þáttastjórnendum bandaríska spjallþáttarins The View, kom Katrínu, prinsessu af Wales, til varnar í mánudagsþætti The View. Goldberg skilur ekki lætin í kringum ljósmyndina og segir fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu.

Whoopi Goldberg, Óskarsverðlaunaleikkona og einn af þáttastjórnendum bandaríska spjallþáttarins The View, kom Katrínu, prinsessu af Wales, til varnar í mánudagsþætti The View. Goldberg skilur ekki lætin í kringum ljósmyndina og segir fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu.

„Fyrirgefðu,“ sagði Goldberg hátt og skýrt áður en hún hóf upp raust sína. „Ég þekki ekki marga sem fikta ekki við ljósmyndir sínar áður en þeir birta þær fyrir almenningsaugum,“ sagði leikkonan. „Hún er framtíðardrottning Bretlands, en hér er hún, áhugaljósmyndari. Þetta er það sem þeir gera.“

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum ljósmyndina sem sýnir Katrínu ásamt börnum sínum.

Reu­ters, AP, Getty og AFP aft­ur­kölluðu mynd­ina úr kerf­um sín­um í fyrrakvöld og vöruðu fjöl­miðla við notk­un mynd­ar­inn­ar. AP sagði ástæðuna vera að í ljós hefði komið að átt hefði verið við mynd­ina.

mbl.is