Nýgift og eiga von á barni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. apríl 2024

Nýgift og eiga von á barni

Hus­sein bin Abdullah II., krón­prins Jórd­an­íu og eiginkona hans Rajwa Khaled Al­seif eiga von á barni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni í Jórdaníu.

Nýgift og eiga von á barni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. apríl 2024

Hussein krónprins og Rajwa al-Seif giftu sig síðasta sumar.
Hussein krónprins og Rajwa al-Seif giftu sig síðasta sumar. AFP

Hus­sein bin Abdullah II., krón­prins Jórd­an­íu og eiginkona hans Rajwa Khaled Al­seif eiga von á barni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni í Jórdaníu.

Hus­sein bin Abdullah II., krón­prins Jórd­an­íu og eiginkona hans Rajwa Khaled Al­seif eiga von á barni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni í Jórdaníu.

Hjónin giftu sig við pomp og prakt síðasta sumar og hafa greinilega ákveðið að bíða ekki lengi með barneignir. Von er á barninu í sumar.

Vilhjálmur Bretaprins er sagður vera mjög náinn vinur krónprinsins en hann og Katrín voru viðstödd brúðkaup hjónanna sem þótti mikið sjónarspil og engu var til sparað.

Jórdanía á einnig sérstakan stað í hjarta Katrínar prinsessu en hún átti heima þar í þrjú ár þegar hún var barn.

mbl.is