Reykjanesbraut lokuð og röskun á flugi

Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut. Ljósmynd/Lögreglan

Búið er að loka Reykjanesbrautinni og Grindavíkurvegi vegna veðurs. Flugfarþegar, sem og aðrir, hafa því ekki komist til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Á vef Isavia kemur fram að sjö komum frá Bandaríkjunum til Keflavíkur núna í morgun hafi verið aflýst, ásamt einni frá Ósló. Brottför Icelandair til London Gatwick klukkan 7.45 hafi jafnframt verið aflýst.

Á vefnum í gær kom fram að vegna veðurs gæti orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli og um innanlandsflugvelli frá því í morgun og fram á þriðjudag.

Hellisheiðin lokuð

Vegurinn um Hellisheiði er einnig lokaður, að sögn Vegagerðarinnar. 

Athygli er vakin á því að margir vegir gætu lokað með stuttum fyrirvara í dag vegna veðurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert