Farþegarnir bíða flestir á vellinum

Frost á Fróni | 22. janúar 2023

Farþegarnir bíða flestir á vellinum

Flestir af þeim farþegum sem áttu að fara með flugferðum Play frá Keflavík til Kaupmannahafnar, Lundúna og Dyflinnar í morgun bíða nú veðrið af sér á Keflavíkurflugvelli. Flugi þeirra hefur verið seinkað fram á seinni part dags.

Farþegarnir bíða flestir á vellinum

Frost á Fróni | 22. janúar 2023

Þrjár af fimm flugvélum Play sem áttu að vera flogið …
Þrjár af fimm flugvélum Play sem áttu að vera flogið frá Keflavík í morgun fóru ekki sökum veðurs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestir af þeim farþegum sem áttu að fara með flugferðum Play frá Keflavík til Kaupmannahafnar, Lundúna og Dyflinnar í morgun bíða nú veðrið af sér á Keflavíkurflugvelli. Flugi þeirra hefur verið seinkað fram á seinni part dags.

Flestir af þeim farþegum sem áttu að fara með flugferðum Play frá Keflavík til Kaupmannahafnar, Lundúna og Dyflinnar í morgun bíða nú veðrið af sér á Keflavíkurflugvelli. Flugi þeirra hefur verið seinkað fram á seinni part dags.

Þrjár af fimm flugvélum Play sem átti að vera flogið frá Keflavík í morgun fóru ekki sökum veðurs. Flugi til Kaupmannahafnar, Lundúna og Dyflinnar var seinkað en flugvélar á leið til Parísar og Berlínar komust í loftið áður en veðrið skall á í morgun.

„Við erum með þessar þrjár vélar úti í Keflavík sem eru ekkert að fara neitt fyrr en veðrinu lægir. Við erum að stefna á að það verði seinni partinn,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við mbl.is.

Hún segir flesta farþega hafa verið mættir til Keflavíkur þegar seinkunin kom í ljós en farþegar á leið til Kaupmannahafnar voru komnir um borð í flugvélina þegar ákveðið var að ekki yrði flogið.

„Þetta var svona einn og hálfur tími í heildina sem farþegar voru annað hvort á leiðinni inn í vélina eða inni í vélinni,“ segir Nadine Guðrún.

Hún segist ekki hafa upplýsingar um annað en að fólkið sem átti að fljúga í morgun bíði á vellinum eftir því að komast leiðar sinnar.

Bandaríkjaflug á áætlun

„Svo erum við með farþega í Kaupmannahöfn, London og Dublin sem áttu að koma með vélunum til baka sem fóru ekki út í morgun. Sama þar, einhverjir eru komnir á flugvellina og eru að bíða.“

Hún segir tvö flug eigi að fara til Bandaríkjanna seinni partinn í dag og stefnt er að þau verði á áætlun.

mbl.is