„Oft að berjast við veður og tíma“

Frost á Fróni | 23. janúar 2023

„Oft að berjast við veður og tíma“

„Við erum nú aðilar að þessari skýrslu og skrifum undir hana og erum eiginlega bara mjög ánægð með þessa vinnu og samstarfið og að hafa haft allt þetta folk með okkur að skoða hlutina,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um nýútkomna skýrslu starfshóps frá Vegagerðinni, ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem fór ofan í saumana á lokun Reykjanesbrautarinnar fyrir jól.

„Oft að berjast við veður og tíma“

Frost á Fróni | 23. janúar 2023

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fagnar skýrslu starfshóps um lokun Reykjanesbrautarinnar …
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fagnar skýrslu starfshóps um lokun Reykjanesbrautarinnar í desember og kveður dýrmætt samráð hafa átt sér stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum nú aðilar að þessari skýrslu og skrifum undir hana og erum eiginlega bara mjög ánægð með þessa vinnu og samstarfið og að hafa haft allt þetta folk með okkur að skoða hlutina,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um nýútkomna skýrslu starfshóps frá Vegagerðinni, ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem fór ofan í saumana á lokun Reykjanesbrautarinnar fyrir jól.

„Við erum nú aðilar að þessari skýrslu og skrifum undir hana og erum eiginlega bara mjög ánægð með þessa vinnu og samstarfið og að hafa haft allt þetta folk með okkur að skoða hlutina,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, um nýútkomna skýrslu starfshóps frá Vegagerðinni, ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem fór ofan í saumana á lokun Reykjanesbrautarinnar fyrir jól.

„Þetta er hópur sem kallaður er saman á ögurstundu en hefur kannski ekki alltaf mikinn tíma þess á milli,“ heldur forstjórinn áfram og lofar það samráð sem átti sér stað eftir þessa umdeildu lokun sem gripið var til í fannfergi og roki fyrir jól með eftirminnilegum afleiðingum fyrir meðal annars flugfarþega á leið í flug og úr því.

„Þetta voru mjög ýktar veðuraðstæður og óvenjulegt ástand,“ segir Bergþóra af lokuninni segir starfshópinn hafa lagt skýrar línur um mörk stjórnunar Vegagerðar og lögreglu við aðstæður á borð við þær sem hér eru til umræðu.

Vegagerðin fái heimild til að fjarlægja ökutæki

Gerir starfshópurinn í skýrslu sinni ýmsar tillögur þar sem bent er á leiðir til úrbóta, svo sem að áætlun verði gerð um nauðsynlegan tækjabúnað, Vegagerðin og lögreglan komi sér saman um verkferla við ákvarðanatöku og miðlun upplýsinga til hagaðila, viðbragðsaðila og almennings auk þess að gerðar verði breytingar á viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Reykjanesbrautar í ljósi atvika sem þar komu upp í desember.

Eina úrbótaleiðina segir starfshópurinn vera að ráðherra veiti Vegagerðinni heimild til að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur, trufla umferð eða vinnu við veg. Telur Bergþóra þetta til bóta.

Lokun brautarinnar hafði víðtæk áhrif, einkum á farþega á leið …
Lokun brautarinnar hafði víðtæk áhrif, einkum á farþega á leið í eða úr flugi sem komust hvorki lönd né strönd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það mun hjálpa okkur mikið í baráttunni við tímann,“ segir hún, „þegar vegir lokast erum við oft að berjast bæði við veður og tíma og þá er tíminn dýrmætur. Okkur fannst þessi vinna gagnleg og mikið koma út úr henni og svo má alltaf ræða hvort fleiri tæki eigi að vera tiltæk og svo framvegis, það verður mat á hverjum tíma og ég efast ekki um að við munum bæta það viðbragð með tímanum,“ heldur Bergþóra áfram.

Hún tekur fram að umrædda daga í desember hafi meira en Reykjanesbrautin verið undir, óveður hafi verið á öllu Suðurlandi og í hina áttina upp eftir að Vesturlandi. Fram undan sé úrvinnsla mála miðað við efni skýrslunnar og skoðun þeirra verkferla er að efni hennar snúa.

mbl.is