Konan fannst látin nálægt heimili sínu

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Konan fannst látin nálægt heimili sínu

Kona á fertugsaldri sem varð úti fyrir jól fannst skammt frá heimili sínu efst í Mosfellsbænum nálægt því sem heitir Esjumelar, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Konan fannst látin nálægt heimili sínu

Frost á Fróni | 20. janúar 2023

Kona á fertugsaldri sem varð úti fyrir jól fannst skammt frá heimili sínu efst í Mosfellsbænum nálægt því sem heitir Esjumelar, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Kona á fertugsaldri sem varð úti fyrir jól fannst skammt frá heimili sínu efst í Mosfellsbænum nálægt því sem heitir Esjumelar, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Við fengum tilkynninguna 20. desember. Þetta gerist væntanlega dagana þarna á undan,“ segir Grímur í samtali við mbl.is en vitlaust veður hafði verið á landinu.

Grímur Grímsson segir að andlát konunnar sé rannsakað sem slys.
Grímur Grímsson segir að andlát konunnar sé rannsakað sem slys. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímur segir að ekki hafi verið búið að lýsa eftir konunni en talið er að hún hafi látist af völdum ofkælingar.

„Rannsóknin hefur leitt það í ljós að við teljum ekki að um hafi verið að ræða einhverja refsiverða háttsemi,“ segir Grímur.

Ekki endilega tilkynnt um slys

Hann segir að litið sé á málið sem slys jafnvel þó að mannslát hafi orðið og það sé ástæðan fyrir því að ekki var tilkynnt um andlátið fyrr en í gær.

„Við höfum ekki endilega verið að tilkynna um slys. Ef þetta hefði verið þannig að það hefði verið lýst eftir henni og það hefði orðið mál í fjölmiðlum þannig, þá hefðum við auðvitað látið vita af því að viðkomandi hefði fundist en þarna er ekki um það að ræða,“ segir Grímur.

mbl.is