Fauk hundruð metra á Keflavíkurflugvelli

Frost á Fróni | 22. janúar 2023

Fauk hundruð metra á Keflavíkurflugvelli

Hlaðmaður fauk hundruð metra á bakinu í ofsaveðrinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Haraldur Haraldsson, sem stýrir björgunarsveitinni Suðurnesjum, segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi farþega, þegar ferja þurfti þá úr flugvélum inn í flugstöðina.

Fauk hundruð metra á Keflavíkurflugvelli

Frost á Fróni | 22. janúar 2023

Frá aðgerðum Landsbjargar í dag.
Frá aðgerðum Landsbjargar í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Hlaðmaður fauk hundruð metra á bakinu í ofsaveðrinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Haraldur Haraldsson, sem stýrir björgunarsveitinni Suðurnesjum, segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi farþega, þegar ferja þurfti þá úr flugvélum inn í flugstöðina.

Hlaðmaður fauk hundruð metra á bakinu í ofsaveðrinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Haraldur Haraldsson, sem stýrir björgunarsveitinni Suðurnesjum, segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi farþega, þegar ferja þurfti þá úr flugvélum inn í flugstöðina.

Þess vegna hafi farþegunum frekar verið haldið inni í vélunum en aðgerðum björgunarsveita á Keflavíkurflugvelli hefur nú verið hætt.

„Aðstæður uppi á Keflavíkurflugvelli voru rosalega varasamar,“ segir Haraldur í samtali við mbl.is. Hann segir björgunarsveitina alla hafa mætt á vettvang með hjálma, hlífðargleraugu og á mannbroddum.

Ekki stætt

Haraldur segir frá því að þegar þau hafi gengið á milli flugvéla hafi vindurinn fellt hlaðmann frá Icelandair.

„Hann fauk á bakinu á úlpunni, við erum að tala um hundruð metra. Það var ekki stætt. Við vorum með línur til þess að komast á milli farartækja.“

Vindurinn náði ógnarhraða

Haraldur stýrði aðgerðum við að reyna að ná fólkinu út úr vélunum en vindur mældist 70 hnútar í hviðum á vellinum.

„Það sem fólk er ekki að átta sig á er að þetta er svo opið svæði. Það er svo langt á milli veggja. Vindurinn nær einhvern veginn ógnarhraða,“ segir Haraldur og bætir við að meðal annars hafi hurð fokið af vinnutæki á meðan unnið var að því að reyna að ferja fólk úr flugvélunum. 

Urðum að hætta

„Hreyfingin á vélunum var allt að 70 sentimetrum til hægri og vinstri,“ segir Haraldur. Ekki hafi verið hægt að taka þá áhættu að flugvélin myndi skellast utan í stigabílinn  með farþegum í honum.

„Við urðum bara að hætta. Það er meiri ávinningur að hafa fólkið í öruggu skjóli inni í vélunum heldur en að ná þeim út,“ segir Haraldur.

„Við reyndum að úthugsa allar aðferðir við að ná fólkinu út úr flugvélinni. Það var bara lendingin að þeir eru öruggastir inni í vélinni.

Maður hefur oft verið í vondum veðrum en þetta eiginlega toppaði allt, rokið þarna áðan.“

mbl.is