Flugvél Icelandair snerist á vellinum

Atvikið átti sér stað í dag.
Atvikið átti sér stað í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Myndband náðist af flugvél Icelandair snúast í miklum vindi og hálku á Keflavíkurflugvelli í dag. Engir farþegar voru um borð í vélinni.

„Vegna mikils vinds og hálku þá snýst hún og vængurinn fer í landganginn,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

„Við erum núna að meta þetta, meta hversu mikið tjón hafi orðið á vélinni,“ bætir Ásdís við. Hún kveðst ekki hafa upplýsingar um hvenær atvikið átti sér stað í dag.

mbl.is