Frakkar banna sölu á flugeldum tímabundið

Frakkland | 9. júlí 2023

Frakkar banna sölu á flugeldum tímabundið

Frakkar hafa sett tímabundið bann á sölu flugelda. Þjóðhátíðardagurinn, 14. júlí er á föstudaginn og jafnan mikið um flugelda á þeim hátíðisdegi. Ástæða bannsins er óöldin sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur.

Frakkar banna sölu á flugeldum tímabundið

Frakkland | 9. júlí 2023

Mótmælendur hafa ítrekað skotið flugeldum að lögreglu í óeirðunum í …
Mótmælendur hafa ítrekað skotið flugeldum að lögreglu í óeirðunum í Frakklandi. AFP/Jeff Pachoud

Frakkar hafa sett tímabundið bann á sölu flugelda. Þjóðhátíðardagurinn, 14. júlí er á föstudaginn og jafnan mikið um flugelda á þeim hátíðisdegi. Ástæða bannsins er óöldin sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur.

Frakkar hafa sett tímabundið bann á sölu flugelda. Þjóðhátíðardagurinn, 14. júlí er á föstudaginn og jafnan mikið um flugelda á þeim hátíðisdegi. Ástæða bannsins er óöldin sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur.

Óeirðir hafa verið í landinu allt frá 27. júní, þegar lögreglan skaut 17 ára pilt við hefðbundið umferðareftirlit. Hafa mótmælendur meðal annars óspart beitt flugeldum í slagsmálum sínum við lögreglu. Flugeldum hefur verið ítrekað skotið lárétt að lögreglu.

Lögreglan hefur tilkynnt að bannið muni ná til næstu helgar svo að hátíðarhöldin geti farið vel fram. Bannið nær eingöngu til einstaklinga en ekki þeirra sem koma að skipulögðum flugeldasýningum hér og þar um Frakkland.

mbl.is