Verð á hótelherbergjum rýkur upp vegna Ólympíuleikana

Frakkland | 13. október 2023

Verð á hótelherbergjum rýkur upp vegna Ólympíuleikana

Ólympíuleikarnir verða formlega settir föstudaginn 26. júlí 2024 við árbakka Signu í París í Frakklandi. Parísarbúar eru í óðaönn við að undirbúa leikanna og er gert ráð fyrir tæplega 11 milljónum gesta til borgarinnar.

Verð á hótelherbergjum rýkur upp vegna Ólympíuleikana

Frakkland | 13. október 2023

Hótel í París eru að bókast upp.
Hótel í París eru að bókast upp. Ljósmynd/Unsplash/Elina Sazonova

Ólympíuleikarnir verða formlega settir föstudaginn 26. júlí 2024 við árbakka Signu í París í Frakklandi. Parísarbúar eru í óðaönn við að undirbúa leikanna og er gert ráð fyrir tæplega 11 milljónum gesta til borgarinnar.

Ólympíuleikarnir verða formlega settir föstudaginn 26. júlí 2024 við árbakka Signu í París í Frakklandi. Parísarbúar eru í óðaönn við að undirbúa leikanna og er gert ráð fyrir tæplega 11 milljónum gesta til borgarinnar.

Verð á hótelherbergjum í París hefur hækkað en búist er við allt að 300% hækkun á herbergjum þegar leikarnir hefjast. 

Mikil eftirspurn er nú þegar eftir hótelherbergjum og eru hótel í borginni að bókast upp, en núna níu mánuðum fyrir Ólympíuleikana eru 45% af hótelherbergjum Parísborgar bókuð.

10 milljón miðar eru í boði á viðburði leikanna og því greinilegt að slegist verður um gistipláss. Er þetta í þriðja sinn sem Ólympíuleikarnir eru haldnir í París, en þeir voru þar fyrst árið 1900 og svo aftur 1924.

mbl.is