Beint frá Íslandi í 250 fm franska hönnunarvillu

Gisting | 6. september 2023

Beint frá Íslandi í 250 fm franska hönnunarvillu

Í síðustu viku fór sænska fyrirsætan Hanna Schönberg í þriggja daga vinnuferð til Íslands og varð heilluð af náttúrunni og kyrðinni. Eftir stutta dvöl á klakanum flaug hún svo beinustu leið í sólina í Frakklandi þar sem hún fagnaði 25 ára afmæli sínu í guðdómlegri 250 fm hönnunarvillu.

Beint frá Íslandi í 250 fm franska hönnunarvillu

Gisting | 6. september 2023

Eftir stutta dvöl á Íslandi flaug Hanna Schönberg til Frakklands …
Eftir stutta dvöl á Íslandi flaug Hanna Schönberg til Frakklands þar sem hún fagnaði afmæli sínu í sannkallaðri hönnunarperlu. Samsett mynd

Í síðustu viku fór sænska fyrirsætan Hanna Schönberg í þriggja daga vinnuferð til Íslands og varð heilluð af náttúrunni og kyrðinni. Eftir stutta dvöl á klakanum flaug hún svo beinustu leið í sólina í Frakklandi þar sem hún fagnaði 25 ára afmæli sínu í guðdómlegri 250 fm hönnunarvillu.

Í síðustu viku fór sænska fyrirsætan Hanna Schönberg í þriggja daga vinnuferð til Íslands og varð heilluð af náttúrunni og kyrðinni. Eftir stutta dvöl á klakanum flaug hún svo beinustu leið í sólina í Frakklandi þar sem hún fagnaði 25 ára afmæli sínu í guðdómlegri 250 fm hönnunarvillu.

Schönberg hefur verið dugleg að deila fallegum myndum frá afmælisgleðinni á samfélagsmiðlum sínum, en hún fagnaði hækkandi aldri ásamt kærasta sínum og vinum í glæsilegu lúxusvillunni sem er staðsett í Bordeaux í Frakklandi.

Sannkölluð hönnunarperla

Villan er hin glæsilegasta bæði að innan og utan, en húsið er 250 fm að stærð og stendur á 7.000 fm gróinni lóð með fallegum gróðri, notalegri verönd og stórri sundlaug. Alls eru sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að 12 gesti hverju sinni.

Eignin er sannkölluð hönnunarperla og hefur verið innréttuð á sérlega fallegan máta. Mikil lofthæð og fallegir gólfsíðir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag á meðan ljósir tónar og náttúruleg áferð skapa notalega stemningu.

Schönberg leigði villuna í viku, en samkvæmt bókunarsíðu Belles Demeures kostar vikudvöl frá 4.340 til 6.820 evrur, eða sem nemur rúmum 624 þúsund til 980 þúsund krónum á gengi dagsins í dag.

mbl.is