Embla og Nökkvi ástfangin í sólinni

Íslendingar í útlöndum | 15. júlí 2023

Embla og Nökkvi ástfangin í sólinni

Að undanförnu hefur TikTok-stjarnan Embla Wigum birt töfrandi myndir frá sólríku ferðalagi hennar og Nökkva Fjalars Orrasonar um Frakkland þar sem þau virtust njóta sín til hins ýtrasta. 

Embla og Nökkvi ástfangin í sólinni

Íslendingar í útlöndum | 15. júlí 2023

Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason nutu lífsins í sólinni …
Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason nutu lífsins í sólinni við frönsku riveríuna. Skjáskot/Instagram

Að undanförnu hefur TikTok-stjarnan Embla Wigum birt töfrandi myndir frá sólríku ferðalagi hennar og Nökkva Fjalars Orrasonar um Frakkland þar sem þau virtust njóta sín til hins ýtrasta. 

Að undanförnu hefur TikTok-stjarnan Embla Wigum birt töfrandi myndir frá sólríku ferðalagi hennar og Nökkva Fjalars Orrasonar um Frakkland þar sem þau virtust njóta sín til hins ýtrasta. 

Parið hefur verið saman frá því í nóvember 2021, en þau eru bæði með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og eru búsett í Lundúnum. 

Embla hefur verið að gera það gott á TikTok síðustu ár, en þar deilir hún förðunar- og lífsstílstengdum myndskeiðum sem hafa notið mikilla vinsælda. Hún er með yfir 2,5 milljónir fylgjenda á miðlinum og hafa myndskeið hennar fengið töluvert áhorf, en eitt af myndskeiðum hennar hefur til að mynda fengið yfir 64,5 milljónir áhorfa.

Embla og Nökkvi virtust eiga ljúfar stundir við frönsku riveríuna, en þau heimsóttu meðal annars Antibes og fóru til Monte Carlo í Mónakó. 

mbl.is