„Dásamlegt en erfitt“

Íslendingar í útlöndum | 17. febrúar 2024

„Dásamlegt en erfitt“

Ína María Einarsdóttir er áhugaljósmyndari með BA í sálfræði. Hún hefur flakkað um heiminn undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Um þessar mundir býr fjölskyldan í Grikklandi þar sem eiginmaður Ínu Maríu, Elvar Már Friðriksson, spilar körfubolta. Ína María dvelur hluta árs á Íslandi og þá fer sonurinn Erik Marel í leikskóla og hún sinnir forfallakennslu. 

„Dásamlegt en erfitt“

Íslendingar í útlöndum | 17. febrúar 2024

Ína María Einarsdóttir er vön að vera á flakki með …
Ína María Einarsdóttir er vön að vera á flakki með fjölskyldu sinni. Samsett mynd

Ína María Einarsdóttir er áhugaljósmyndari með BA í sálfræði. Hún hefur flakkað um heiminn undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Um þessar mundir býr fjölskyldan í Grikklandi þar sem eiginmaður Ínu Maríu, Elvar Már Friðriksson, spilar körfubolta. Ína María dvelur hluta árs á Íslandi og þá fer sonurinn Erik Marel í leikskóla og hún sinnir forfallakennslu. 

Ína María Einarsdóttir er áhugaljósmyndari með BA í sálfræði. Hún hefur flakkað um heiminn undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Um þessar mundir býr fjölskyldan í Grikklandi þar sem eiginmaður Ínu Maríu, Elvar Már Friðriksson, spilar körfubolta. Ína María dvelur hluta árs á Íslandi og þá fer sonurinn Erik Marel í leikskóla og hún sinnir forfallakennslu. 

Ína María segir að líf fjölskyldunnar í Grikklandi sé nokkuð ólíkt lífi heimamanna, misskiptingin er áberandi í landinu og fátækt mikil. 

„Menningin er allt önnur, fólk borðar mjög seint á kvöldin, er ekki að drífa sig að neinu en á sama tíma mjög mikið að drífa sig. En annars er menningin eiginlega ekki í líkingu við neitt annað Evrópuland, manni líður eins og fólk sé mjög eftir á í tíma en svo á sumum stöðum er greinilegt að það sé 2024. Fólkið er yndislegt en það talar litla sem enga ensku og er mjög stolt af sínu landi og er einnig mikið fyrir íþróttir. Ég elska Grikkland sem túristi og allt sem Grikkland hefur upp á að bjóða en að búa þar er allt annar vinkill,“ segir Ína María um landið. 

Ína segir gaman að vera ferðamaður í Grikklandi en segir …
Ína segir gaman að vera ferðamaður í Grikklandi en segir öðruvísi að búa þar.

Fjölskyldan býr í íbúð í strandbæ sem heitir Perea. Á meðan Elvar fer á æfingar, spilar leiki og fer í keppnisferðalög eru mæðginin dugleg að finna sér eitthvað til dundurs. 

„Ég og Erik Marel, sonur okkar, verjum miklum tíma heima en erum dugleg að fara út í göngutúra, við gönum meðfram ströndinni og förum á ströndina sama hvernig viðrar. Við kíkjum á leikvelli og reynum að gera það besta úr hverjum degi. Það er lítið hægt að búa sér til líf eða hafa eitthvað fyrir stafni þegar maður er aldrei meira en tíu mánuði í hverju landi, svo við reynum að finna rútínu og njóta þess að upplifa og verja tíma í nýju landi.“

Sonurinn Erik Marel er orðinn heimsborgari þrátt fyrir ungan aldur.
Sonurinn Erik Marel er orðinn heimsborgari þrátt fyrir ungan aldur.

Er eitthvað sem hefur komið á óvart?

„Það sem hefur komið mest á óvart í Grikklandi er örugglega hversu mikið er um heimilislaus dýr, þó maður vissi alveg af því þá hefur það verið virkilega erfitt að horfa upp á það daglega.“

Góð afþreying í flugvélum skiptir máli.
Góð afþreying í flugvélum skiptir máli.

Er sterkari fyrir vikið

Er krefjandi að ferðast mikið og jafnvel flytja oft á milli landa? 

„Auðvitað, það fylgir þessu rosalega mikið púsl og skipulagning, hvenær er best að vera úti og vera saman sem fjölskylda og hvenær er best fyrir okkur Erik að vera heima á Íslandi í vinnu og leikskóla og svo framvegis. Síðan að Erik fæddist höfum við skipulagt þetta þannig að þegar Elvar byrjar nýtt tímabil, þá fer hann fyrst út og kemur sér fyrir og kannar aðstæður. Það er ýmislegt sem þarf að finna út úr eins og með bíl, íbúð og fleira. Við Erik komum svo þegar hann er kominn inn í hlutina úti og þá er auðveldara að koma með barn í nýtt umhverfi.

Mæðginin fara mikið á ströndina og ekki bara í góða …
Mæðginin fara mikið á ströndina og ekki bara í góða veðrinu.

Fjölskyldan dvelur yfirleitt eitt tímabil í einu í hverju landi sem er algengt fyrirkomulag í körfubolta. Þau ákváðu því að halda leikskólaplássi Eriks Marels á Íslandi.

„Það er nefnilega alls ekki auðvelt að fá pláss á leikskóla erlendis og getur verið mjög dýrt. Þegar við Erik Marel erum úti reynum við því íþróttaskóla eða eitthvað í þá áttina, inni og úti leikjagarða og tökum íslenskar kennslubækur út.“

Elvar og Ína eru vön því að vera á flakki.
Elvar og Ína eru vön því að vera á flakki.

Ína María segir þau þekkja lítið annað en að flytja oft. Elvar fór út til Bandaríkjanna í háskóla og þau hafa flutt mikið síðan árið 2014. 

„Í rauninni þekkjum við ekkert annað í okkar sambandi en ráp á milli landa og mikið um fjarsamband, en það þýðir ekki að það sé auðvelt. Þetta er algjör rússíbani af tilfinningum og tekur gríðarlega á, sérstaklega eftir að barn er komið í spilið. En einhvern veginn gerum við þetta bara og tökumst á við allt sem kemur og hingað til hefur það virkað, þó að það taki nokkur kvíðaköst og óvissa við. Við hlæjum einmitt oft og tölum um að ef við erum ennþá saman eftir allt sem við höfum gengið í gegnum, þá er ekkert sem er að fara stía okkur í sundur. Það má segja að þetta er dásamlega erfitt, dásamlegt en erfitt.“

Grikkland er áhugavert land sem er bæði nútímalegt en um …
Grikkland er áhugavert land sem er bæði nútímalegt en um leið mikil fátækt í landinu.

Hvað hefur lífið á flakki kennt þér og fjölskyldunni þinni?

„Ég er sterkari fyrir vikið, hef kynnst sjálfri mér betur og veit hvað skiptir í raun og veru máli. Ég hef lært að vera meðvitaðri um þakklætið, þó það gleymist nú alveg stundum, þá er það sem hefur kennt okkur fjölskyldunni hvað mest. Við höfum búið við allskonar aðstæður, slæmar sem góðar og á endanum skiptir engu máli hvað þú átt og hvernig hitt og þetta er, heldur að við höfum hvort annað og vinnum með það sem við höfum. Við á Íslandi erum gríðarlega heppin með „hefðbundið líf“ og heimilisaðstæður. Þegar þú ert vanur því er rosalega hollt að vera búin að búa við allskonar og í ólíkum menningum.“

Fjölskyldan býr í strandbæ.
Fjölskyldan býr í strandbæ.

Fólkið skiptir máli

Hvar hefur þér liðið best þar sem þú hefur búið og af hverju?

„Vá þessi er erfið, við höfum verið víða um Evrópu þegar ég fer að telja það upp. Það sem er flókið við þessa spurningu er að stundum er það ekki hvar maður býr, heldur fólkið, klúbburinn og umhverfið. Í Svíþjóð áttum við til dæmis yndislegt samband við klúbbinn og liðsfélaga, eignuðumst okkar eigin litlu fjölskyldu, svo það situr fast í hjarta manns. Í Vilníus voru aðstæður frábærar hvað varðar íbúð og staðsetningu, frekar svipað líferni og heima á Íslandi.

Það sem stendur mest upp úr er þegar við bjuggum í Miami. Af hverju? Hitinn, menningin, vinirnir, skólinn og upplifunin. Ég hef alltaf sagt að Miami er eins og Spánn, töluð spænska og menningin í takt við það en á sama tíma hefur maður allt það besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða.“

Fjölskyldan í stuði.
Fjölskyldan í stuði.

Framtíðin er á Íslandi

Ertu með eitthvað gott ráð þegar kemur að því að ferðast með barn?

„Já ætli það ekki? Ég hef ekki tölu á hversu oft Erik hefur farið í flug og hingað til hefur það gengið ágætlega. Hann fæddist í Svíþjóð og hefur síðan verið á ferð og flugi. Besta ráðið er örugglega að halda ró sinni, þau skynja allt og eru svo klár. Þegar ég er róleg og „playin it cool“ þá er Erik rólegur og öruggur, og auðvitað hjálpar skjátími og barnaefni og nóg af nesti.“

Foreldrarnir Ína María og Elvar Már eru dugleg að láta …
Foreldrarnir Ína María og Elvar Már eru dugleg að láta flakkið ganga upp.

Hvert ferðu til að fara í frí?

„Við höfum farið í eitt frí saman sem fjölskylda, það var á Spáni. Ég hef eiginlega engan stað sem við „förum í frí“. Við erum því ekki með neinn ákveðinn stað sem við förum í frí, skiptir í raun ekki máli bara að það sé að fara í frí saman.“

Hvert dreymir þig um að fara í ferðalag og af hverju?

„Vá ég gæti sagt svo marga staði, mig dreymir um allskonar frí. Miami poppar fyrst upp og Grísku eyjarnar eru himneskar, svo langar mig rosalega til Taílands eða eitthvert í Asíu. Annars elska ég gott frí með vinkonum, það væri draumur að geta farið í vinkonuferð árlega.“

Sérðu fyrir þér framtíð á Íslandi?

„Já, ég veit ekki hvenær en við byggðum nýverið hús á Íslandi og planið með því er að eiga framtíðarheimili fyrir fjölskylduna.“

mbl.is