Nýtur lífsins í Frakklandi ásamt sambýlismanni sínum

Frakkland | 12. október 2023

Nýtur lífsins í Frakklandi ásamt sambýlismanni sínum

Enska leikkonan Kim Cattrall nýtur lífsins um þessar mundir í Frakklandi. Cattrall er í fríi ásamt sambýlismanni sínum, Russell Thomas, en parið hefur verið saman frá árinu 2016. 

Nýtur lífsins í Frakklandi ásamt sambýlismanni sínum

Frakkland | 12. október 2023

Cattrall er yfir sig ástfangin.
Cattrall er yfir sig ástfangin. Skjáskot/Instagram

Enska leikkonan Kim Cattrall nýtur lífsins um þessar mundir í Frakklandi. Cattrall er í fríi ásamt sambýlismanni sínum, Russell Thomas, en parið hefur verið saman frá árinu 2016. 

Enska leikkonan Kim Cattrall nýtur lífsins um þessar mundir í Frakklandi. Cattrall er í fríi ásamt sambýlismanni sínum, Russell Thomas, en parið hefur verið saman frá árinu 2016. 

Leikkonan, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir túlkun sína á Samönthu Jones í Beðmálum í borginni, birti fallega mynd af sér og Thomas á Instagram á dögunum. Myndin var tekin í skemmtisiglingu þar sem siglt var um Canal du Midi í Suður-Frakklandi. 

„Dásamleg vika hér við Canal du Midi. Frábær félagsskapur, frábær mannskapur og einstakur matur/vín frá svæðinu,“ skrifaði Cattrall við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall)

Parið heimsótti einnig borg ástarinnar þar sem þau kíktu meðal annars á tískusýningu Balmain á tískuvikunni í París. 

View this post on Instagram

A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall)

mbl.is