Nældi Dias sér í Love Island-stjörnu?

Frægir ferðast | 3. nóvember 2023

Nældi Dias sér í Love Island-stjörnu?

Ruben Dias leikmaður Manchester City hefur verið orðaður við Love Island-stjörnuna Arabellu Chi eftir að þau birtu keimlíkar myndir af Eiffel-turninum í borg ástarinnar, París, á Instagram.

Nældi Dias sér í Love Island-stjörnu?

Frægir ferðast | 3. nóvember 2023

Eru Love Island-stjarnan Arabella Chi og knattspyrnumaðurinn Ruben Dias nýtt …
Eru Love Island-stjarnan Arabella Chi og knattspyrnumaðurinn Ruben Dias nýtt par? Samsett mynd

Ruben Dias leikmaður Manchester City hefur verið orðaður við Love Island-stjörnuna Arabellu Chi eftir að þau birtu keimlíkar myndir af Eiffel-turninum í borg ástarinnar, París, á Instagram.

Ruben Dias leikmaður Manchester City hefur verið orðaður við Love Island-stjörnuna Arabellu Chi eftir að þau birtu keimlíkar myndir af Eiffel-turninum í borg ástarinnar, París, á Instagram.

Aðdáendur Dias og Chi halda því fram að þau hafi verið í leyniferð um borgina, en þau birtu bæði mynd af Eiffel-turninum á Instagram frá sama sjónarhorni og sama augnabliki þar sem sömu vegfarendur sjást á báðum myndum. 

Dias var staddur í París vegna Ballon d'Or verðlaunahátíðarinnar á meðan Chi virtist hafa stoppað í París á leið sinni til Ibiza.

Nýhætt með viðskiptamanni í New York

Chi tók þátt í fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island árið 2019. Hún er nýlega komin úr sambandi með viðskiptamanninum Richie Akiva en þau slitu sambandi sínu í september síðastliðnum. 

Þá var Dias síðast orðaður við dansarann Ginevra Festa, en þau voru mynduð saman síðasta sumar en hafa ekki sést saman síðan. 

mbl.is