„Done-gæinn“ fór í gervi Patriks í Gísla Marteini

Áhrifavaldar | 3. janúar 2024

„Done-gæinn“ fór í gervi Patriks í Gísla Marteini

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason lenti í veseni þegar flugi hans til Íslands var frestað, en hann var á leið til landsins til að taka upp tónlistaratriði í áramótaþætti Gísla Marteins á Rúv. Útvarpsmaðurinn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, sem er jafnframt plötusnúður Patriks, dó þó ekki ráðalaus og sagðist geta bjargað málunum. 

„Done-gæinn“ fór í gervi Patriks í Gísla Marteini

Áhrifavaldar | 3. janúar 2024

Róbert Freyr Samaniego fór í gervi Patriks Atlasonar og flutti …
Róbert Freyr Samaniego fór í gervi Patriks Atlasonar og flutti lagið Skína í áramótaþætti Gísla Marteins. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason lenti í veseni þegar flugi hans til Íslands var frestað, en hann var á leið til landsins til að taka upp tónlistaratriði í áramótaþætti Gísla Marteins á Rúv. Útvarpsmaðurinn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, sem er jafnframt plötusnúður Patriks, dó þó ekki ráðalaus og sagðist geta bjargað málunum. 

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason lenti í veseni þegar flugi hans til Íslands var frestað, en hann var á leið til landsins til að taka upp tónlistaratriði í áramótaþætti Gísla Marteins á Rúv. Útvarpsmaðurinn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, sem er jafnframt plötusnúður Patriks, dó þó ekki ráðalaus og sagðist geta bjargað málunum. 

Gústi hafði samband við athafnamanninn Róbert Frey Samaniego og fékk hann til að fara í gervi Patriks og flytja lagið Skína í þættinum. Róbert gaf nýverið út próteindrykkinn Done sem hann hefur verið duglegur að auglýsa á samfélagsmiðlum og er því þekktur þar sem „Done-gæinn.“ 

„Ég var að fá vesta símtal sem ég hef fengið“

„Ég var að fá versta símtal sem ég hef fengið held ég bara á ævi minni ... segðu þetta aftur,“ segir Gústi í TikTok-myndbandi um atvikið. 

„Það var verið að fresta fluginu mínu ...,“ segir Patrik og Gústi svarar: „Og þú átt að vera í Gísla Marteini í kvöld?“

Gústi útskýrir svo í myndbandinu að hann vilji ekki að það verði hætt við atriðið svo hann ætli að redda þessu og segir svo við Patrik: „Sko, mögulega er þetta bara aldrei að fara að virka. Ég er komin með hugmynd ... þar sem ég get bara reddað þessu atriði, ókei? Bara trust me. Þú bara ... Þú horfir á þetta bara í sjónvarpinu.“

„Ef einhver er líkur Patta þá er það Done-gæinn“

„Ef einhver er líkur Patta þá er það Done-gæinn,“ segir Gústi og setur inn klippur af Róberti að æfa sig fyrir atriðið í gervi Patriks.

Af ummælum að dæma virðist það hafa komið mörgum á óvart að Patrik hafi ekki verið sjálfur í atriðinu í Gísla Marteini á meðan aðrir höfðu efasemdir. „Omg ég vissi það!! Var að rífast við fjölluna um þetta!“ skrifaði einn notandi á meðan annar skrifaði: „Þið náðuð að gabba mig.“

@gustib_1

náðum við að gabba þig?

♬ original sound - Gústi B

@gustib_1

laaaangbesta lagið á þessu ári ❤️‍🔥

♬ original sound - Gústi B
mbl.is