North West lifir í lúxus

North West er elst af fjórum börnum Kim Kardashian og …
North West er elst af fjórum börnum Kim Kardashian og Kanye West. Samsett mynd

North West, dóttir Kim Kardashian og Kanye West, var snemma vanin á ríkmannlega lifnaðarhætti og öll þau þægindi sem fylgja lúxuslífi stórstjarnanna. Hún hefur ferðast um allan heim, klæðst rándýrum flíkum og umgengist frægasta fólk í heimi þrátt fyrir að vera aðeins tíu ára gömul. 

West ferðaðist nú á dögunum til Parísar til að fagna útgáfu nýjustu plötu föður síns, titluð Vultures 1, en rapparinn hélt heljarinnar útgáfupartí í Accor Arena. 

Á meðan West dvaldi í borg hátískunnar nýtti hún tíma sinn vel og heimsótti öll helstu tískuhúsin. Hún nældi sér meðal annars í flíkur og aukahluti úr nýjustu lúxuslínum Chanel og Celine.

Götuljósmyndari á vegum TMZ náði myndum af ungu stúlkunni þegar hún lenti á flugvelli í Los Angeles á mánudag. West var með fjölmarga innkaupapoka meðferðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert