Wilson nafngreinir fyrsta bólfélaga sinn

Poppkúltúr | 4. apríl 2024

Wilson nafngreinir fyrsta bólfélaga sinn

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir frá því í endurminningum sínum að hún hafi misst meydóminn, komin á fertugsaldurinn. Í bókinni, sem ber heitið Rebel Rising, nafngreinir Wilson fyrsta bólfélaga sinn, sem er góðvinur leikkonunnar. 

Wilson nafngreinir fyrsta bólfélaga sinn

Poppkúltúr | 4. apríl 2024

Wilson og Gooch Jr. áttu í skammvinnu sambandi árið 2015.
Wilson og Gooch Jr. áttu í skammvinnu sambandi árið 2015. Samsett mynd

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir frá því í endurminningum sínum að hún hafi misst meydóminn, komin á fertugsaldurinn. Í bókinni, sem ber heitið Rebel Rising, nafngreinir Wilson fyrsta bólfélaga sinn, sem er góðvinur leikkonunnar. 

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir frá því í endurminningum sínum að hún hafi misst meydóminn, komin á fertugsaldurinn. Í bókinni, sem ber heitið Rebel Rising, nafngreinir Wilson fyrsta bólfélaga sinn, sem er góðvinur leikkonunnar. 

Bandaríski grínistinn Mickey Gooch Jr. er sá sem afmeyjaði Wilson árið 2015, en Gooch Jr. og Wilson áttu í skammvinnu sambandi það árið.

Leikkonan viðurkennir að Gooch Jr. hafi ekki verið kunnugt um að hún væri hrein mey þegar þau stunduðu kynlíf í fyrsta sinn og segist aldrei hafa sagt honum frá því, þrátt fyrir margra ára vinskap. Gooch Jr. komst einungis að því við lesturinn, en hann var sá fyrsti til að lesa bókina. 

„Micks, ég veit að þetta eru fréttir fyrir þig, en þú varst fyrsti bólfélagi minn,“ kemur fram í bókinni. 

mbl.is