Sunneva og Birta Líf fóru á tryllt Prada-kaffihús

Lundúnir | 16. júní 2023

Sunneva og Birta Líf fóru á tryllt Prada-kaffihús

Hlaðvarpsstjörnurnar og áhrifavaldarnir, Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir, eru staddar í Lundúnum um þessar mundir. Þær skelltu sér á Harry Styles-tónleika á dögunum og hafa þar að auki notið veðurblíðunnar og alls þess sem Lundúnir hafa upp á að bjóða.

Sunneva og Birta Líf fóru á tryllt Prada-kaffihús

Lundúnir | 16. júní 2023

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir fóru á sannkallað …
Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir fóru á sannkallað lúxuskaffihús í Lundúnum. Samsett mynd

Hlaðvarpsstjörnurnar og áhrifavaldarnir, Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir, eru staddar í Lundúnum um þessar mundir. Þær skelltu sér á Harry Styles-tónleika á dögunum og hafa þar að auki notið veðurblíðunnar og alls þess sem Lundúnir hafa upp á að bjóða.

Hlaðvarpsstjörnurnar og áhrifavaldarnir, Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir, eru staddar í Lundúnum um þessar mundir. Þær skelltu sér á Harry Styles-tónleika á dögunum og hafa þar að auki notið veðurblíðunnar og alls þess sem Lundúnir hafa upp á að bjóða.

Í gær fóru vinkonurnar á guðdómlegt Prada-kaffihús sem opnaði í lok mars í lúxusversluninni Harrods. Á kaffihúsinu er einstök fagurfræði þar sem pasteltónar og retró-stíll mætast, enda ekki við öðru að búast frá ítalska tískuhúsinu.

Kaffihúsið gleður þó ekki einungis augað heldur líka bragðlaukana, en þar er hægt að fá hefðbundna ítalska rétti og sætabrauð með nútímalegu ívafi.

Ljósmynd/Harrods.com

Fóru aðallega til að taka myndir

Vinkonurnar fengu sér kaffi og sætan bita á kaffihúsinu áður en þær skáluðu í búbblum. Þær viðurkenndu þó að hafa aðallega farið á kaffihúsið til þess að taka flottar myndir, en það er óhætt að segja að staðurinn sé ansi „Instagram-vænn.“

Þær hafa þó greinilega húmor fyrir sjálfum sér og birtu fyndið myndskeið á TikTok frá kaffihúsinu.

@sunnevaeinars

I’ll just have one glass of prosecco thank you 💓

♬ original sound - ⭐️Helene⭐️
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is