Engar slepjusamlokur í ferðalagið

Uppskriftir | 16. júní 2023

Engar slepjusamlokur í ferðalagið

Nú þegar sumarið er gengið í garð leggja margir Íslendingar land undir fót. Sumir skreppa upp í sveit eina helgi á meðan aðrir fara hringinn og enn aðrir fara í göngur og á fjöll svo fátt eitt sé nefnt. Þótt víða sé boðið upp á mat jafnast fátt á við heimagert nesti enda er það oftast ódýrara, hollara og gjarnan betra. Það er líka ákveðin stemning fólgin í því að vera með nesti í körfu, hitabrúsa, ullarteppi og lítinn dúk og borða úti í guðsgrænni náttúrunni.

Engar slepjusamlokur í ferðalagið

Uppskriftir | 16. júní 2023

Evangelina Silina/Unsplash

Nú þegar sumarið er gengið í garð leggja margir Íslendingar land undir fót. Sumir skreppa upp í sveit eina helgi á meðan aðrir fara hringinn og enn aðrir fara í göngur og á fjöll svo fátt eitt sé nefnt. Þótt víða sé boðið upp á mat jafnast fátt á við heimagert nesti enda er það oftast ódýrara, hollara og gjarnan betra. Það er líka ákveðin stemning fólgin í því að vera með nesti í körfu, hitabrúsa, ullarteppi og lítinn dúk og borða úti í guðsgrænni náttúrunni.

Nú þegar sumarið er gengið í garð leggja margir Íslendingar land undir fót. Sumir skreppa upp í sveit eina helgi á meðan aðrir fara hringinn og enn aðrir fara í göngur og á fjöll svo fátt eitt sé nefnt. Þótt víða sé boðið upp á mat jafnast fátt á við heimagert nesti enda er það oftast ódýrara, hollara og gjarnan betra. Það er líka ákveðin stemning fólgin í því að vera með nesti í körfu, hitabrúsa, ullarteppi og lítinn dúk og borða úti í guðsgrænni náttúrunni.

Engar slepjusamlokur

Nestisgerð getur verið örlítið vandasöm ef ekkert kælibox er með í för og þá þarf að hugsa aðeins út fyrir boxið. Best er þá að útbúa sem mest áður en lagt er að heiman: smyrja samlokur, hita kaffi eða kakó og jafnvel steikja kleinur eða baka sandköku enda hentugt að ferðast með slíkt bakkelsi. Til að koma í veg fyrir að samlokurnar verði slepjulegar er ágæt regla að hafa brauðið ekki í snertingu við rakt grænmeti, eins og tómata og agúrkur. Til þess er gott að leggja þykkt salatblað á milli. Það er líka sniðugt að skera niður álegg eins og agúrkur og paprikur og setja í lítil box eða poka og raða svo bara á samlokuna þegar hentar, það kemur í veg fyrir að samlokan verði ógirnileg. Tómatar eru blautir í sér og því sniðugt að taka þá bara heila með sér og skera út í salatið rétt fyrir notkun.

Ekki setja tómata og agúrkur á samlokuna fyrir ferðalagið því …
Ekki setja tómata og agúrkur á samlokuna fyrir ferðalagið því þær bleyta upp í brauðinu. Taktu frekar tómatana með og skerðu þá niður á staðnum. Það sama má segja um agúrkurnar. Pille R Priske/Unsplash

Sælkeraráð og staðalbúnaður

Eitt af því sem allir ættu að vera með í sælkeraneyðarútbúnaði sínum í ferðalaginu er salt, pipar, sítróna og olía því þá er hægt að gera allan mat lystugri og betri. Svo má alltaf kippa með einum hvítlauk. Í staðalbúnaði nestiskörfunnar ætti alltaf að vera góður lítill skurðarhnífur og bretti. Blautþurrkur geta líka bjargað miklu og hægt að nota þær til dæmis til að þerra hnífapör og áhöld ef ekki er hægt að vaska upp þar sem áð er. Annað sem gagnast vel er að vera alltaf með aukaplastpoka, bæði ruslapoka og rennilásapoka.

Frosið hráefni þiðnar á ferðalaginu

Brýnt er að útbúa sem mest af matnum áður en lagt er af stað í ferðalagið þótt sumt sé betra að gera á staðnum. Sniðugt er til dæmis að taka með sér frosið kjöt eða fisk, setja kjötið eða fiskinn í kryddlög í poka og láta þiðna á ferðalaginu. Þetta er mjög þægilegt að gera, til dæmis með lærissneiðar og kótilettur. Salatsósur er einnig sniðugt að gera áður en lagt er af stað og setja í flöskur. Auk þess þolir pestó ágætlega að vera utan kælis, sér í lagi ef mikil olía er notuð. Sniðugt er líka að útbúa eitthvað hollt til að narta í eins og hnetublöndu, þurrkaða ávexti og skornar gulrætur eða rófur og setja í litlar krukkur eða poka fyrir hvern ferðalang.

Angela Phamvo/Unsplash
mbl.is