Eltir hótelstarfsfólk heim

Matur á ferðalögum | 3. apríl 2024

Eltir hótelstarfsfólk heim

Leikkonan Sarah Jessica Parker leggur sig fram við að borða góðan mat þegar hún er stödd erlendis. Hún leitast hins vegar ekki endilega eftir því að borða á fínum og dýrum stöðum. 

Eltir hótelstarfsfólk heim

Matur á ferðalögum | 3. apríl 2024

Sarah Jessica Parker er áhugasöm um mat.
Sarah Jessica Parker er áhugasöm um mat. AFP/KENA BETANCUR

Leikkonan Sarah Jessica Parker leggur sig fram við að borða góðan mat þegar hún er stödd erlendis. Hún leitast hins vegar ekki endilega eftir því að borða á fínum og dýrum stöðum. 

Leikkonan Sarah Jessica Parker leggur sig fram við að borða góðan mat þegar hún er stödd erlendis. Hún leitast hins vegar ekki endilega eftir því að borða á fínum og dýrum stöðum. 

Í viðtali við matarhlaðvarpið Ruthie's Table segist hún fara í ítarlega rannsóknarvinnu áður en hún fer í frí til þess að upplifa áfangastaðinn eins og heimamaður. 

„Þú kemur á áfangastaðinn og þú reynir að spyrja fólk og það sendir þig á staðinn sem allir á hótelinu fara á,“ sagði Parker í viðtali við matarhlaðvarpið Ruthie's Table.

Hún segist reyna að spyrja fólkið í móttökunni hvar það borðar. „Og það segir mér það ekki af því það heldur að okkur langi í fínan mat,“ segir Parker. „Þannig ég elti starfsfólkið bara heim. Ég bókstaflega elti það heim. Og ég sé hvar það býr og samfélag þeirra og veitingastaðina þeirra. Og þangað fer ég. Og þar versla ég,“ segir Parker. 

Sarah Jessica Parker er mikil áhugakona um mat.
Sarah Jessica Parker er mikil áhugakona um mat. AFP/Jamie McCarthy
mbl.is