Hleifur með skinku, ólífum og aspas

Uppskriftir | 17. júní 2023

Hleifur með skinku, ólífum og aspas

Hleifar sem nefnast „gâteau salé“, eða ósætir hleifar, eru algengir í Frakklandi. Um er að ræða bökuhleifa, sem iðulega eru bakaðir í jólakökuformi. Þá er í ósætt deigið bætt fjölbreyttu hráefni til bragðbætis. Að því leyti svipar þeim til böku. Algengastur er án efa hleifur með skinku, osti og ólífum en í raun má setja hvað sem er út í deigið eins og eldaðan kjúkling, lax, grillaðar paprikur, sveppi eða annað grænmeti. Hleifar sem þessir eru oftast borðaðir með léttu salati og kaldri sósu á borð við jógúrtsósu en það er vissulega smekksatriði. Hleifarnir eru afar hentugir í ferðalagið. Þeir eru ódýrir, bragðgóðir og afar fljótlegt er að baka þá.

Hleifur með skinku, ólífum og aspas

Uppskriftir | 17. júní 2023

Hleifar sem nefnast „gâteau salé“, eða ósætir hleifar, eru algengir …
Hleifar sem nefnast „gâteau salé“, eða ósætir hleifar, eru algengir í Frakklandi. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Hleifar sem nefnast „gâteau salé“, eða ósætir hleifar, eru algengir í Frakklandi. Um er að ræða bökuhleifa, sem iðulega eru bakaðir í jólakökuformi. Þá er í ósætt deigið bætt fjölbreyttu hráefni til bragðbætis. Að því leyti svipar þeim til böku. Algengastur er án efa hleifur með skinku, osti og ólífum en í raun má setja hvað sem er út í deigið eins og eldaðan kjúkling, lax, grillaðar paprikur, sveppi eða annað grænmeti. Hleifar sem þessir eru oftast borðaðir með léttu salati og kaldri sósu á borð við jógúrtsósu en það er vissulega smekksatriði. Hleifarnir eru afar hentugir í ferðalagið. Þeir eru ódýrir, bragðgóðir og afar fljótlegt er að baka þá.

Hleifar sem nefnast „gâteau salé“, eða ósætir hleifar, eru algengir í Frakklandi. Um er að ræða bökuhleifa, sem iðulega eru bakaðir í jólakökuformi. Þá er í ósætt deigið bætt fjölbreyttu hráefni til bragðbætis. Að því leyti svipar þeim til böku. Algengastur er án efa hleifur með skinku, osti og ólífum en í raun má setja hvað sem er út í deigið eins og eldaðan kjúkling, lax, grillaðar paprikur, sveppi eða annað grænmeti. Hleifar sem þessir eru oftast borðaðir með léttu salati og kaldri sósu á borð við jógúrtsósu en það er vissulega smekksatriði. Hleifarnir eru afar hentugir í ferðalagið. Þeir eru ódýrir, bragðgóðir og afar fljótlegt er að baka þá.

Hleifar „gâteau salé“

  • 3 egg
  • 1 ¼ dl mjólk
  • 2/3 dl olía, t.d. ólífuolía
  • 180 g hveiti
  • 2 msk. lyftiduft
  • u.þ.b. 1 ½ tsk. salt
  • u.þ.b. 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 2 dl rifinn parmesan ostur
  • 1 handfylli basilíka, söxuð
  • 1 skinkubréf, skorið í teninga
  • 1 ½ dl grænar ólífur, skornar til helminga
  • 1 lítil dós aspas (má sleppa)

Aðferð: 

  1. Stillið ofninn á 180°C og blástur.
  2. Sláið eggin saman í stórri skál, bætið mjólk og olíu saman við og setjið hveitið og lyftiduftið út í ásamt salti og pipar. Blandið vel.
  3. Deigið á að vera fremur þunnt.
  4. Bætið ostinum saman við, blandið vel.
  5. Setjið síðan afganginn af hráefninu saman við og blandið saman við deigið. Ef aspas er notaður er gott að hræra honum varlega saman við í lokin.
  6. Fóðrið lítið jólakökuform með bökunarpappír.
  7. Best er að klippa ræmur og setja aðra lengjuna þversum ofan í formið og hina langsum.
  8. Svo er þetta penslað aðeins með olíu eða smjöri.
  9. Hellið deiginu í formið og jafnið vel. Bakið í ofni í u.þ.b. 35-40 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í miðjan hleifinn, kemur hreinn út. Passið að fylgjast vel með hleifnum þar sem ofnar eru misjafnir og ekki gott að hleifurinn þorni um of.
  10. Takið úr ofninum og látið kólna í u.þ.b. 15-20 mínútur í forminu.
  11. Takið síðan hleifinn upp úr forminu og látið hann kólna.
  12. Hleifurinn er góður kaldur en hann má líka borða heitan og hita sneiðarnar til dæmis upp á ferðagrillinu. Berið fram með salati, t.d. gúrkum og tómötum, og jógúrtsósa eða bragðbættur sýrður rjómi er líka góður til meðlætis.
mbl.is