Ísland í öðru sæti yfir vistvænustu áfangastaði

Á ferðalagi | 23. nóvember 2023

Ísland í öðru sæti yfir vistvænustu áfangastaði

Ísland er í öðru sæti þegar kemur að vistvænum löndum til að heimsækja árið 2024 samkvæmt nýútgefnum lista Enjoy Travel. Bútan var valið vistvænasta land í heimi en 50 lönd eru á listanum og situr Holland í 50. sæti. 

Ísland í öðru sæti yfir vistvænustu áfangastaði

Á ferðalagi | 23. nóvember 2023

Gullfallegir áfangastaðir.
Gullfallegir áfangastaðir. Samsett mynd

Ísland er í öðru sæti þegar kemur að vistvænum löndum til að heimsækja árið 2024 samkvæmt nýútgefnum lista Enjoy Travel. Bútan var valið vistvænasta land í heimi en 50 lönd eru á listanum og situr Holland í 50. sæti. 

Ísland er í öðru sæti þegar kemur að vistvænum löndum til að heimsækja árið 2024 samkvæmt nýútgefnum lista Enjoy Travel. Bútan var valið vistvænasta land í heimi en 50 lönd eru á listanum og situr Holland í 50. sæti. 

Sjálfbær og vistvæn ferðamennska og náttúruvernd nýtur mikilla vinsælda víðsvegar um heim, en hún snýr meðal annars að því að tryggja vernd þeirra einstöku auðlinda sem löndin búa sem og minnka kolefnisspor. 

Á lista Enjoy Travel er Íslandi meðal annars lýst sem frumkvöðul þegar kemur að endurnýjanlegri orku en 85% frumorkunotkunar hér á landi er græn.

Eftirfarandi eru tíu vistvænustu lönd í heimi að mati Enjoy Travel:

  1. Bútan
  2. Ísland
  3. Finnland
  4. Slóvenía
  5. Sviss
  6. Botsvana
  7. Noregur
  8. Ástralía 
  9. Maldíveyjar
  10. Borneó
mbl.is